Fara í efni

Samþykkt um lausagöngu stórgripa í Múlaþingi

Málsnúmer 202102195

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 15. fundur - 03.03.2021

Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til fyrirliggjandi draga að samþykkt um um lausagöngu stórgripa í Múlaþingi.

Frestað.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 16. fundur - 17.03.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að samþykkt um bann við lausagöngu stórgripa í Múlaþingi. Samþykktin byggir á samskonar samþykkt sem í gildi hefur verið á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar henni til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 10. fundur - 14.04.2021

Fyrir lá tillaga umhverfis- og framkvæmdaráðs um samþykkt um bann við lausagöngu stórgripa í Múlaþingi. Samþykktin byggir á samskonar samþykkt sem í gildi hefur verið hjá Fljótsdalshéraði.

Til máls tóku: Jakob Sigurðsson, sem kynnti og lagði fram bókun, Þröstur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson, Jakob Sigurðsson, Kristjana Sigurðardóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Vilhjálmur Jónsson, sem bar fram fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn og Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa framlagðri samþykkt til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Jakob Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Óska eftir að Múlaþing geri búfjárhaldssamþykkt í sveitarfélaginu sem hafi það markmið að samþykktin sé sett til að tryggja sem best skipulag, stjórn og eftirliti með búfjárhaldi í Múlaþingi, með ákvæðum um vörsluskyldu og ábyrgð allra búfjáreigenda.
Með búfjárhaldi samkvæmt samþykkt er átt við nautgripa-, hrossa-, sauðfjár-, geita-, svína-, kanínu-, loðdýra-, og alinfuglahald, samanber lög um búfjárhald og fl. sem öðluðust gildi 1 janúar 2014.

Sveitarstjórn Múlaþings - 13. fundur - 09.06.2021

Fyrir lá, til síðari umræðu, samþykkt um lausagöngu stórgripa í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að samþykkt um lausagöngu stórgripa í Múlaþingi og felur sveitarstjóra að sjá til þess að samþykktin verði virkjuð og kynnt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu
Getum við bætt efni þessarar síðu?