Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer
Hitavatnsleit:
Búið er að bora 2 nýjar tilraunaholur og voru starsfmenn ISOR hér í siðustu viku að vinna við mælingar á þeim holum ásamt mælingum á tveim eldri holum. Vonast er til að hægt verði að staðsetja heita vatnið betur og huga að vinnsluholu í kjölfarið.
Höfnin:
Loksins sér fyrir endan á framkvæmdum við höfnina, búið er að klára að ganga frá vatni og einungis lokafrágangur á rafmagni eftir. Búið er að stilla upp fyrir steypu á hafnarhúsi sem rísa á fyrir miðjan maí og mæla fyrir því malbiki sem leggja á í sumar.
Vatnsveita:
Gert er ráð fyrir því að öflugri dælubúnaður verði kominn fyrir miðjan apríl og ráðist verður strax í uppsetningu, þannig að neysluvatnsholur við Búlandsá fari að nýtast bæjarbúum.
Grunnskólinn:
Vinna er hafin við þakviðgerðir á grunnskólanum, en skipta á um járn og laga þakkanta í sumar.
Leikskólinn:
Stækkun leikskólans er í undirbúningi. Búið er að gera frumhönnun og verkáætlun og gert er ráð fyrir því að vinna við viðbyggingu hefjist í haust.
Hammaond hátíð:
Undirbúningur er í fullum gangi og Cittaslow ráðið komið með drög að metnaðarfullri utandagskrá.
Erindinu vísað til Byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.