Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

51. fundur 08. ágúst 2024 kl. 10:00 - 11:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Gangnaboð og gangnaseðlar 2024

Málsnúmer 202408001Vakta málsnúmer

Lagt fram gangnaboð haustið 2024 í gamla Djúpavogshreppi.

Heimastjórn samþykkir fyrirliggjandi gangaboð.

2.Ársskýrsla 2023, Náttúrufræðistofnun Íslands

Málsnúmer 202405210Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Sértækur byggðakvóti, Djúpivogur

Málsnúmer 202401087Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um meðferð ágangsfjár

5.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Fráveita að Langatanga. Verkinu er að mestu lokið. Vinna við lokafrágang stendur yfir.

Vatnsveita: Búið er að afla tilskilinna leyfa og búið að óska eftir tilboðum frá verktökum í lagningu á nýrri lögn frá borholum við Búlandsá inn á lögnina frá Búlandsdal.

Almenn verkefni sumarsins: Vinnu við göngustíg milli hafnarsvæða að mest lokið, einungis eftir að ganga frá við Eggin í Gleðivík og leggja gangstétt meðfram þeim. Göngustígur milli leikskóla og Íþróttamiðstöðvar er kominn með malbik. Búið er að malbika bílastæði við Sætún og ganga frá lóð, og langt komið með lokafrágang á húsin sjálfu.

Leiksvæðið í Blá: Aparólan er komin í gagnið.

6.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur fundur heimastjórnar Djúpavogs verður halndinn fimmtudaginn 5. september nk kl. 10:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast starfsmanni heimastjórnar fyrir kl 16:00 föstudaginn 3. maí á netfangið eidur.ragnarsson@mulathing.is

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?