Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

111. fundur 03. september 2024 kl. 12:30 - 14:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Marta Wium Hermannsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúi grunnskóla Arna Magnúsdóttir og Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir sátu lið 1. Áheyrnarfulltrúar leikskóla Guðrún Sigríður Sigurðardóttir, Guðrún Ásta Friðbertsdóttir og Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir sátu lið 2 ? 3. Rúnar Sigríksson skólastjóri Djúpavogsskóla og Þórunn Hrund Óladóttir skólastjóri Seyðsfjarðarskóla sátu lið 1. Guðrún Sigríður Sigurðardóttir skólastjóri Bjarkatúns sat lið 2. Anna Birna Einarsdóttir skólastjóri Fellaskóla og Ásgrímur Ingi Arngrímsson skólastjóri Brúarásskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir skólastjóri Tjarnarskógar og Guðmunda Vala Jónasdóttir skólastjóri Hádegishöfða sátu lið 3.

1.Frístund í grunnskólum, samræmd gjaldskrá

Málsnúmer 202408197Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að samræmdri gjaldskrá vegna frístundar í grunnskólum Múlaþings. Tillagan gengur út á að samræma frístundagjald allra skóla að gjaldskrá Egilsstaðaskóla og Fellaskóla frá 1. janúar 2025. Að systkinaafsláttur verði samræmdur í frístund og verður 25% af öðru systkini frá 1. ágúst 2024 og að starfsemi, opnunartími og reglur í frístundum skólanna verði samræmd frá og með ágúst 2025.

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur en frestar samræmdu frístundagjaldi Seyðisfjarðarskóla til ágúst 2025. Málinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2025.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


2.Leikskólinn Bjarkatún skólaárið 2024 - 2025

Málsnúmer 202401181Vakta málsnúmer

Fyrir liggja niðurstöður starfshóps um húsnæðismál Bjarkatúns. Starfshópurinn leggur til að byrjað verði á viðbyggingu við Bjarkatún. Hefja skal strax vinnu við þarfagreiningu og hönnun og í framhaldi sótt um í fiskeldissjóð fyrir framkvæmdinni. Ef ekki fæst úr fiskeldissjóði fer viðbygging við Bjarkatún strax á fjárfestingaáætlun Múlaþings og stefnt er að
viðbyggingin verði tilbúin til notkunar haustið 2027. Þar til viðbyggingin er tilbúin verða tekin inn fleiri börn en æskilegt er í Bjarkatún. Starfshópurinn óskaði jafnframt eftir að daggæsluframlag yrði hækkað.


Fjölskylduráð þakkar starfshópnum fyrir vinnuna og samþykkir að sótt verði í fiskeldissjóð fyrir viðbyggingunni við Bjarkatún og þegar niðurstaða fæst þaðan verði málið aftur tekið fyrir og fjárfestingaráætlun endurmetin. Óskað er eftir að umhverfis- og framkvæmdarsviðs fari strax í vinnu við þarfagreiningu og hönnun á viðbyggingunni. Leikskólastjóra, í samstarfi við leikskólafulltrúa, er falið að meta hversu mörg börn er hægt að taka inn í Bjarkatún á meðan þetta ástand varir. Varðandi daggæsluframlag þá verður það tekið fyrir á fjölskylduráðsfundi í október.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Starfsáætlanir leikskóla 2024-2025

Málsnúmer 202408163Vakta málsnúmer

Fyrir liggja starfsáætlanir leikskólanna Bjarkatúns, Brúaráss, Glaumbæjar, Hádegishöfða og Tjarnarskógar.

Fjölskylduráð þakkar fyrir metnaðarfullar starfsáætlanir og samþykkir þær samhljóða með handauppréttingu.


4.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Skýrsla fræðslustjóra lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?