Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

103. fundur 18. desember 2023 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir liðum nr. 8-13.

1.Skýrsla framkvæmda- og umhverfismálastjóra

Málsnúmer 202203147Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fór yfir helstu verkefni á sviðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta kynna reglur um vetrarþjónustu á miðlum Múlaþings. Jafnframt hvetur ráðið íbúa og aðra til þess að koma ábendingum um það sem má betur fara varðandi vetrarþjónustu á framfæri á netfanginu mulathing@mulathing.is.
Að gefnu tilefni minnir ráðið á að kurteisi og vinsemd er mikilvæg í öllum samskiptum, bæði á samfélagsmiðlum og í samskiptum við starfsmenn sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

2.Fjárfestingaráætlun 2024

Málsnúmer 202308041Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fór yfir forgangsröðun í gatnagerðarverkefnum og breytingar á fjárfestingaráætlun vegna framlags Ofanflóðasjóðs til framkvæmda á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi forgangsröðun gatnagerðarverkefna og breytingar á fjárfestingaráætlun 2024.

Samþykkt samhljóða.

3.Innsent erindi, gatnagerð við Brattahlíð

Málsnúmer 202306178Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ítrekun, dags. 12. desember, á fyrra erindi frá 27. júní sl. þar sem óskað eftir því að í fyrirhuguðum gatnaframkvæmdum á Seyðisfirði verði jafnframt lögð áhersla á að leggja yfirlögn og lagfæra götu og snúningsplan við Brattahlíð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar til bókunar í máli nr. 2 á dagskrá fundarins þar sem forgangsröðun gatnagerðarframkvæmda var samþykkt. Ekki er gert ráð fyrir vinnu við Brattahlíð á Seyðisfirði á næsta ári.

Samþykkt samhljóða.

4.Vegslóðar og utanvegaakstur

Málsnúmer 202210104Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja bókanir frá heimastjórn Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórn þar sem því er vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs að taka til umfjöllunar og afgreiðslu hugmyndir um samning við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs um tímabundið veghald á vegslóða sem liggur frá Káranhjúkastíflu yfir Sauðárstíflu, gegnum Brúardali, framhjá Fagradal og yfir á veg F910 við Álftadalsá.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Framkvæmda- og umhverfismálastjóra auk formanni ráðsins er falið að vinna að samkomulagi milli landeiganda, sveitarfélagsins og Ferðafélags Fljótsdalshéraðs um tímabundið veghald.
Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir á að umræddur vegslóði hefur ekki merkingu í vegakerfi Vegagerðarinnar og óskar hér með eftir því við Vegagerðina að vegslóðinn fái vegnúmer.

Samþykkt samhljóða.

5.Gatnagerð og veitulagnir, Jörfi

Málsnúmer 202312219Vakta málsnúmer

Við upphaf máls vakti formaður máls á mögulegu vanhæfi Guðnýjar Margrétar Hjaltadóttur (D-lista) sem annars eiganda Þ.S. verktaka. Tillaga þess efnis var borin upp til atkvæða og samþykkt samhljóða. Guðný vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja niðurstöður útboðs á framkvæmdum við gatna- og veitulagnir við Jörfa á Borgarfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við Þ.S. verktaka í samræmi við fyrirliggjandi niðurstöðu útboðs.

Samþykkt samhljóða.

6.Sjálfsafgreiðslustöð N1 á Djúpavogi.

Málsnúmer 202205010Vakta málsnúmer

Formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs og verkefnastjóri skipulagsmála kynna niðurstöðu funda sem þær hafa setið með forsvarsaðilum N1. ehf. varðandi framtíðaráform þeirra á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir fyrri bókun sína frá fundi 19. júní sl. þar sem því er vísað til gerðar nýs Aðalskipulags Múlaþings að finna nýja staðsetningu bensínafgreiðslu N1 ehf. á Djúpavogi. Í samræmi við niðurstöðu nýlegra funda með N1. ehf. verður gert ráð fyrir lóð undir bensínafgreiðslu fyrirtækisins nærri gatnamótum Hringvegar og Djúpavogsvegar.

Samþykkt samhljóða.

7.Deiliskipulagsbreyting, Leikskólalóð við Skógarlönd

Málsnúmer 202310162Vakta málsnúmer

Óveruleg breyting á deiliskipulagi leikskólalóðar við Skógarlönd á Egilsstöðum var kynnt í Skipulagsgátt frá 8. nóvember með athugasemdafresti til 6. desember sl. Breytingin var einnig grenndarkynnt fyrir fasteignaeigendum við Hléskóga 2-6, 8 og 10. Athugasemd barst frá fasteignaeigendum en auk þess liggja fyrir umsagnir frá HEF veitum, Minjastofnun Íslands og RARIK.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir athugasemd sem snýr að því að trjágróðri á lóðamörkum verði hlíft og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að koma því á framfæri við framkvæmdaraðila þegar framkvæmdir hefjast.
Í samræmi við athugasemd er snýr að fyrirliggjandi lögnum á lóðinni skal gera ráð fyrir kvöð vegna lagnaleiðar á lóðablaði.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagsbreytingu og felur skipulagsfulltrúa að birta auglýsingu þess efnis í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

8.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Vatnsveitulagnir, Egilsstaðir Eiðar

Málsnúmer 202308009Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi, dags. 7. desember, frá HEF veitum þar sem farið er þess á leit að ráðið endurskoði ákvörðun sína frá 16. október sl. þar sem gerð er krafa um að Náttúrustofa Austurlands verði fengin til að gera úttekt á framkvæmdasvæðinu og hafi eftirlit með að skilyrðum í framkvæmdaleyfi verði fylgt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fellst á, í samræmi við tillögur HEF veitna, að fallið verði frá fuglatalningum þar sem veituframkvæmdin hefur þegar farið fram.

Samþykkt samhljóða.

9.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Ás vegsvæði

Málsnúmer 202312217Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Vegagerðinni um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá. Stofna á lóð úr landi Áss 1 (L156980) sem fær heitið Ás, vegsvæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

10.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Davíðsstaðir vegsvæði

Málsnúmer 202312218Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Vegagerðinni um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá. Stofna á lóð úr landi Davíðsstaða (L218548) sem fær heitið Davíðsstaðir, vegsvæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

11.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Langadalsá

Málsnúmer 202310205Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Ríkiseignum um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá. Stofna á lóð úr landi Möðrudals (L156923) sem fær heitið Langadalsá.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

12.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 6. fundi stýrihóps um gerð nýs Aðalskipulags Múlaþings.

13.Ósk um umsögn, matsáætlun, Ofanflóðavarnir á Seyðisfirði, Neðri-Botnar

Málsnúmer 202312086Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar matsáætlun ofanflóðavarna á Seyðisfirði, Neðri botnar. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins á grundvelli 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Frestur er til 15. janúar 2024. Í samræmi við 3. gr. viðauka I í samþykkt um stjórn Múlaþings eru það heimastjórnir sem veita umsagnir í tengslum við lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda- og áætlana. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?