Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

110. fundur 27. ágúst 2024 kl. 12:30 - 14:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Aðalheiður Árnadóttir verkefnastjóri í félagslegri ráðgjöf og stuðningi
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Þóra Björnsdóttir verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála
  • Dagný Erla Ómarsdóttir verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir og Júlía Sæmundsdóttir fræðslustjóri og félagsmálastjóri
Undir lið 1 sat áheyrnafulltrúi tónlistarskólanna, Sóley Þrastardóttir, skólastjóri.

1.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 202309111Vakta málsnúmer

Fyrir liggja uppfærðar gjaldskrár fyrir tónlistarskóla í Múlaþingi, skólaárið 2024-2025.

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrár tónlistarskólanna og er hækkunin 3,5%. Jafnframt er fræðslustjóra falið að koma með hugmyndir að samræmingu gjaldskráa milli tónlistarskólanna, einnig að kanna möguleika á auknu samstarfi milli skólanna til að bæta þjónustu við nemendur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



2.Menningarstyrkir 2024, fyrri úthlutun

Málsnúmer 202311041Vakta málsnúmer

Samkvæmt bókun frá fundi byggðaráðs, dagsettur 30. janúar sl., er óskað eftir því að fjölskylduráð tilnefni varamann til setu í faghópi um úthlutun menningarstyrkja hjá Múlaþingi. Á fundi fjölskylduráðs nr. 88 var Ásrún Mjöll Stefánsdóttir tilnefnd sem aðalmaður fyrir hönd fjölskylduráðs.

Fjölskylduráð tilnefnir Sigurð Gunnarsson sem varamann ráðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

Málsnúmer 202012084Vakta málsnúmer

Fram eru lagðar tillögur að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Múlaþingi þar sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur hækkað tekju- og eignamörk vegna almennra húsnæðisbóta.

Fjölskylduráð samþykkir frambornar breytingar og vísar málinu til áframhaldandi afgreiðslu hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Skýrsla félagsmálastjóra 2024

Málsnúmer 202305269Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri fer yfir stöðu mála hjá félagsþjónustu.

5.Unglingalandsmót UMFÍ 2025

Málsnúmer 202309202Vakta málsnúmer

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Egilsstöðum 1.- 3. ágúst 2025. Fjölskylduráði er kynnt fyrirkomulag og umfang mótsins.

Lagt fram til kynningar

6.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Skýrsla fræðslustjóra lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?