Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

107. fundur 05. febrúar 2024 kl. 08:30 - 11:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála

1.Framkvæmdir við Herðubreið, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202106070Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri framkvæmda kynnir stöðu mála við Herðubreið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að í ljósi þess að útboð á múrviðgerðum hússins hafa ekki skilað tilætluðum árangri verði horfið frá þeim áformum og horft til þess að klæða húsið. Ráðið vísar málinu til umfjöllunar hjá heimastjórn Seyðisfjarðar áður en endanleg ákvörðun verður tekin.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Steingrímur Jónsson - mæting: 08:30

2.Útboð á hirðu úrgangs við heimili í Múlaþingi

Málsnúmer 202301159Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála fylgir eftir minnisblaði um stöðu útboðs á hirðu úrgangs í Múlaþingi.

Málið áfram í vinnslu.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 09:00

3.Gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Stórurð og svæðið norðan Dyrfjalla

Málsnúmer 202207041Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Umhverfisstofnun tölvupóstur, dagsettur 24.1.2024, ásamt drögum að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Dyrfjöll og Stórurð auk aðgerðaráætlunar, til kynningar. Athugasemdarfrestur er til 17. mars 2024. Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Verkefnastjóra umhverfismála er falið að vinna drög að umsögn sem lögð verður fyrir ráðið á nýju.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 09:35

4.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 8. fundi stýrihóps um gerð nýs Aðalskipulags Múlaþings. Verkefnastjóri skipulagsmála kynnir einnig drög að fundaáætlun til næstu 6 mánaða.

Lagt fram til kynningar.

5.Hleðslustöðvar í Múlaþingi

Málsnúmer 202309071Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur uppfært minnisblað um áætlun sveitarfélagsins varðandi hleðslustöðvar.
Verkefnastjóri fjármála situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Unnið verður áfram með leiðir 3a samkvæmt fyrirliggjandi minnisblaði og einnig 3b á Egilsstöðum. Starfsmönnum falið að útfæra næstu skref í samræmi við umræður á fundinum. Málið verður lagt fyrir ráðið að nýju.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Vordís Jónsdóttir - mæting: 10:10

6.Umsókn um lóð fyrir HF sendastöð

Málsnúmer 202402001Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur erindi frá ISAVIA þar sem óskað er eftir lóð undir nýja HF sendastöð.

Málið er í vinnslu. Lagt fram til kynningar.

7.Umsókn um lóð og afnot af húsi á Búlandsnesi

Málsnúmer 202402002Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Þóri Stefánssyni, dags. 29.01.24, þar sem óskað er eftir lóð og afnotum af óskráðu húsi á forræði Vegagerðarinnar sem áður gegndi hlutverki endurvarpsstöðvar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir á að umrætt hús er ekki á forræði sveitarfélagsins og bendir málsaðila á að setja sig í samband við Vegagerðina um afnot af því.

Samþykkt samhljóða.

8.Umsókn um afnot af landi, Hammersminni 1

Málsnúmer 202401165Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur minnisblað vegna beiðnar frá lóðarhafa við Hammersminni 1 á Djúpavogi um að fá að gróðursetja tré á svæði sem liggur utan lóðarmarka þeirra í þeim tilgangi að mynda næði frá götu og göngustíg sem liggur ofan hennar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fellst ekki á fyrirliggjandi beiðni á þeirri forsendu að miðað við stærð og skipulag lóðarinnar við Hammersminni 1 ættu hugmyndir um gróðursetningu 10-15 grenitrjáa að rúmast innan gildandi lóðamarka.
Ráðið bendir jafnframt á að umrætt svæði er skilgreint sem stofnanasvæði í gildandi aðalskipulagi Djúpavogshrepps og beinir frekari umræðu um skilgreiningu svæðisins, og hvort breyta ætti henni í opið svæði til sérstakra nota, til vinnslu nýs Aðalskipulags Múlaþings.

Samþykkt samhljóða.

9.Haustþing SSA og aðgerðaráætlanir 2023

Málsnúmer 202309159Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur að aðgerðum frá haustþingi SSA sem haldið var 28. til 29. september 2023. Meðfylgjandi tillögum er vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa punktum 4 og 12 í fyrirliggjandi skjali er varða fjölbreytta nýtingu lands með áherslu á ræktunarland annars vegar og heilsueflingu íbúa með aukinni útivist hins vegar til vinnu við gerð nýs aðalskipulags Múlaþings. Punktur 9 er varðar hleðslustöðvar er í vinnslu hjá ráðinu, sjá m.a. umfjöllun undir dagskrárlið nr. 5 á fundi ráðsins.

Samþykkt samhljóða.

10.Leiðbeiningar m.a. um skipan sveitarstjórna, ritun fundagerða og fjarfundi sveitarstjórna

Málsnúmer 202110018Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá skrifstofustjóra varðandi áherslur í 39. grein samþykktar um stjórn Múlaþings er snýr að framkvæmd fjarfunda m.a.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?