Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

22. fundur 13. janúar 2022 kl. 11:00 - 13:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Sveinn Kristján Ingimarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Faktorshúsið Djúpavogi

Málsnúmer 202103213Vakta málsnúmer

Á fundi byggðaráðs 14.12. 2021 var samþykkt að stofnaður verði starfshópur sem hafi það verkefni að fara yfir uppbyggingu og mögulega framtíðarnotkun Gömlu kirkjunnar og Faktorshússins á Djúpavogi. Starfshópurinn verði skipaður þremur fulltrúum og skal heimastjórn Djúpavogs tilnefna einn, framkvæmda- og umhverfismálastjóri einn og atvinnu- og menningarmálastjóri einn. Starfshópurinn skal skila af sér tillögum eigi síðar en í lok apríl 2022.

Heimastjórn tilnefnir Ólaf Áka Ragnarsson í starfshópinn.

2.Umsókn um svæði til notkunar fyrir hestaíþróttir.

Málsnúmer 202110214Vakta málsnúmer

Erindi frá nýstofnuðu hestamannafélagi á Djúpavogi um mögulega staðsetningu á hestaíþróttasvæði.

Heimastjórn fagnar miklum áhuga hestamanna á Djúpavogi á uppbyggingu hestaíþróttasvæðis, og vísar erindinu til Umhverfis og Framkvæmdaráðs til vinnslu í samráði við Heimastjórn Djúpavogs.

3.Auglýsing um umferð í Múlaþingi

Málsnúmer 202102223Vakta málsnúmer

Drög að umferðarsamþykkt fyrir Djúpavog, drög lögð fram til kynningar. Starfsmanni falið að senda drögin til umhverfis og framkvæmdasviðs til frekari úrvinnslu.

4.Bókasöfn í Múlaþingi - samræming opnunartíma

Málsnúmer 202201011Vakta málsnúmer

Erindi frá Þórdísi Sigurðardóttur varðandi Bókasafnið á Djúpavogi. Húsnæði, aðgengi og opnunartíma.

Heimastjórn þakkar bréfritara fyrir erindið, Heimastjórn beinir erindinu til Fjölskylduráðs. Heimastjórn vill jafnframt minna á bókun sína frá 29.03.2021 um safnamál á Djúpavogi. (mál 202103214)

5.Innsent erindi, bílastæði við Djúpavogskirkju

Málsnúmer 202112064Vakta málsnúmer

Erindi frá Alfreð Erni Finnsyni fyrir hönd Djúpavogskirkju varðandi aðkmomu að Djúpavogskirkju, bílastæði og umferð gangandi vegfarenda.

Heimastjórn þakkar erindið og fagnar því að vinna sé hafin við lagfæringar á umhverfi Djúpavogskirkju og því öfluga starfi sem haldið hefur úti undanfarin misseri.

Heimastjórn vísar erindinu til Umhverfis og framkvæmdaráðs og leggur til að reynt verði að koma á mót við óskir þær sem komu fram í bréfinu. Heimastjórn telur mikilvægt sé að umhverfi kirkjunnar sé snyrtilegt enda er hún áberandi þegar komið er inn í bæinn.

6.Strandveiðar 2022

Málsnúmer 202201043Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs mótmælir harðlega skerðingu aflaheimilda til strandveiða árið 2022 um 1.500 tonn. Í reglugerð sem sett var 21. desember síðastliðinn minnkaði ráðherra áætlaðar aflaheimildir til strandveiða um 1.500 tonn úr 10.000 tonnum í 8.500 tonn af þorski. Á undanförnum árum hefur afli strandveiði báta er mikilvægur partur af lönduðum afla yfir sumartímann þannig að skerðing á afla til strandveiða kemur því niður á íbúum og atvinnu. Það eru gríðarleg vonbrigði að ekki séu tryggðir 48 dagar til strandveiða ár hvert, vilji er allt sem þarf til að tryggja stöðugleika í strandveiðum í kringum landið.

Heimastjórn vísar málinu til sveitarstjórnar.

7.Afslættir af gatnagerðargjöldum í Múlaþingi

Málsnúmer 202101232Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar afslættir af gatnagerðargjöldum á Djúpavogi 2022.

8.Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, Ný vegtenging, útrás og hreinsivirki

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar greinargerð að Aðalskipulagsbreytingu við Gleðivík og vegna útrásar við Langatanga.

Fundi slitið - kl. 13:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?