Fara í efni

Minnismerki um Frelsi, í minningu og til heiðurs Hans Jónatan

Málsnúmer 202011136

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 5. fundur - 24.11.2020

Fyrir lá erindi frá Vilhjálmi Bjarnasyni varðandi minnismerki um Frelsi, í minningu og til heiðurs Hans Jónatan.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings er þeirrar skoðunar að, ef af verður, þá standi sveitarfélagið straum að kostnaði við undirstöðu og uppsetningu og samþykkir að fela atvinnu- og menningarmálastjóra Múlaþings að annast verkefnið af hálfu sveitarfélagsins í samráði við heimastjórn Djúpavogs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 6. fundur - 01.02.2021

Minnisvarðanum er fyrirhugaður staður við "Kallabakka" og Heimastjórn beinir því til Framkvæmdaráðs að tryggja að deiliskipulag af svæðinu verði klárað sem fyrst svo hægt sé að koma minnismerkinu fyrir á komandi sumri.

Gestir

  • Páll Líndal

Byggðaráð Múlaþings - 12. fundur - 16.02.2021

Fyrir lá erindi frá Vilhjálmi Bjarnasyni þar sem fram kemur m.a. að gert sé ráð fyrir því að Múlaþing kaupi minnismerkið um Frelsi, í minningu og til heiðurs Hans Jónatan, af listamanninum, Sigurði Guðmundssyni. Á móti kaupverði, kr. 6.000.000,-, komi styrkur frá, annars vegar, forsætisráðuneyti upp á kr. 4.000.000,- og, hins vegar, laxaeldisfyrirtæki um það sem á vantar. Múlaþing mun sjá um kostnað við undirstöðu og frágang.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþing samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá kaupum á minnismerki um Frelsi, í minningu og til heiðurs Hans Jónatan, að fenginni staðfestingu á fyrirhuguðum framlögum frá forsætisráðuneyti og laxeldisfyrirtæki.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 13. fundur - 23.02.2021

Sveitarstjóri gerði grein fyrir því að óskað er eftir formlegri umsókn frá sveitarfélaginu til forsætisráðuneytisins varðandi framlag til kaupa á minnisvarða um „Frelsið“ tengt minningu Hans Jónatans.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn umsókn til forsætisráðuneytisins um framlag vegna kaupa á minnisvarða um „Frelsið“ tengt minningu Hans Jónatans. Óskað verði eftir framlagi í samræmi við upplýsingar er fram komu á fundi byggðaráðs Múlaþings þriðjudaginn 16.02.2021.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 10. fundur - 29.03.2021

Heimastjórn vill ítreka fyrri bókun um staðsetningu og skipulag og felur starfsmanni að fylgja málinu eftir, þannig að verkið nái að rísa á fyrirhuguðum tíma.

Byggðaráð Múlaþings - 21. fundur - 04.05.2021

Fyrir lágu staðfestingar frá annars vegar Mennta- og menningarmálaráðuneyti um styrkveitingu til verkefnisins upp á 3 millj.kr. og hins vegar frá Fiskeldi Austfjarða upp á 2 millj.kr. Sveitarstjóri upplýsti jafnframt að í gangi væri söfnun viðbótarstyrkfjár upp á 1 millj.kr.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar því að framangreindir aðilar hafi ákveðið að styrkja verkefnið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við myndlistarmanninn Sigurð Guðmundsson um kaup á verkinu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 26. fundur - 23.06.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um uppsetningu á minnismerki á Djúpavogi sem fellur undir skilmála verndarsvæðis í byggð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að auglýsa fyrirhugaða framkvæmd í samræmi við ákvæði 4. mgr. 6. gr. laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð. Auglýst verði á heimasíðu sveitarfélagsins og í opinberu rými á Djúpavogi. Auglýsingatími verði tvær vikur. Að honum loknum verði málinu vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 14. fundur - 18.08.2021

Fyrir lá bókun frá umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 23.06.2021, þar sem uppsetningu minnismerkis á Djúpavogi er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu. Umrædd framkvæmd var auglýst í samræmi við ákvæði 4.mgr. 6.gr. laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð og engar athugasemdir bárust innan tilskilins frests. Ein umsögn barst töluvert eftir að frestur var útrunninn og er ekki að sjá af þeirri umsögn að uppsetning minnismerkisins falli ekki að þeirri stefnu og skilmálum er gilda fyrir umrætt svæði.

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Jódís Skúladóttir sem svarar fyrirspurn, Björn Ingimarsson, Þröstur Jónsson, Jódís Skúladóttir og Stefán Bogi Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til fyrirliggjandi gagna samþykkir sveitarstjórn Múlaþings uppsetningu minnismerkis á Djúpavogi um Frelsi, í minningu og til heiðurs Hans Jónatan.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu
Getum við bætt efni þessarar síðu?