Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

10. fundur 29. mars 2021 kl. 11:00 - 13:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jódís Skúladóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Sveinn Kristján Ingimarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Djúpivogur - Innri Gleðivík - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 202012016Vakta málsnúmer

Heimastjórn samþykkir fyrirliggjandi breytingu á Aðalskipulagi.

2.Grenndarkynning, Djúpivogur, Kross

Málsnúmer 202103168Vakta málsnúmer

Heimastjórn samþykkir bókun Umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings og vísar erindinu til skipulagsfulltrúa til úrvinnslu.

3.Minnismerki um Frelsi, í minningu og til heiðurs Hans Jónatan

Málsnúmer 202011136Vakta málsnúmer

Heimastjórn vill ítreka fyrri bókun um staðsetningu og skipulag og felur starfsmanni að fylgja málinu eftir, þannig að verkið nái að rísa á fyrirhuguðum tíma.

4.Víkurland 6 - Lóðaleigusamningur - Bræðslan

Málsnúmer 202103075Vakta málsnúmer

Heimastjórn samþykkir fyrirliggjandi drög og leggur til að tillagan verði grenndarkynnt.

5.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda

Málsnúmer 202103184Vakta málsnúmer

Ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og náttúrustofa verður að þessu sinni rafræn fundaröð dagana 8., 15. og 29. apríl Kl. 9-10:30.

6.Björgunarmiðstöð á Djúpavogi

Málsnúmer 202012171Vakta málsnúmer

1. Fundargerð starfshóps um byggingu Björgunarmiðstöðvar lögð fram til kynningar.

7.Staða skipulagsmála í Gleðivík

Málsnúmer 202012089Vakta málsnúmer

Heimastjórn líst vel á framkomnar tillögur, en telur nauðsynlegt að hafa meiri fjölbreytni í stærð lóða og í byggingarmagni og skoða nýtingu svæðinsins betur. Heimastjórn leggur áherslu á að þessari vinnu verði hraðað sem hægt er, vegna eftirspurnar eftir iðnaðar og athafnalóðum.

8.Faktorshúsið Djúpavogi.

Málsnúmer 202103213Vakta málsnúmer

Heimastjórn telur nauðsynlegt að farið sé vandlega yfir hlutverk Faktorshúsins til framtíðar og að því sé fundið lifandi hlutverk við hæfi í samráði við íbúa Djúpavogs.

9.Safnamál á Djúpavogi

Málsnúmer 202103214Vakta málsnúmer

Heimastjórn telur nauðsynlegt að farið verði í greiningu á safnamálum á Djúpavogi og mótuð framtíðarstefna í safnamálum og mögulega samvinnu eða sameiningu safna staðarins.

10.Fjarskipti í Berufirði

Málsnúmer 202101273Vakta málsnúmer

Heimastjórn fagnar því að fjármagn hafi fengist til að klára að ljósleiðaratengja þá bæi sem um ræðir, en vill beina því til byggðarráðs að tenging verði einnig tryggð á þeim tveimur bæjum sem útaf standa, Hamarssel og Urðarteigur.

11.Fyrirspurn um lóð í Innri Gleðivík

Málsnúmer 202103198Vakta málsnúmer

Starfsmanni Heimastjórnar falið að svara erindinu.

12.Fyrirspurn um lóð í Innri Gleðivík

Málsnúmer 202103197Vakta málsnúmer

Starfsmanni heimastjórnar falið að svara erindinu.

13.Strandblakvöllur í Blánni umsókn um styrk

Málsnúmer 202103200Vakta málsnúmer

Heimastjórn líst vel á hugmyndir um strandblakvöll og vísar styrkbeiðninni til Fjölskylduráðs.
Einnig þarf að leggja fram frekari gögn til að hægt sé að grendarkynna verkefnið og vísar Heimastjórn skipulagsþætti erindisins til Umhverfis- og Framkvændaráðs.

14.Leyfi fyrir sólpall við Hemmersminni 2

Málsnúmer 202103199Vakta málsnúmer

Fyrirhuguð framkvæmd er á verndarsvæði í byggð og þarf því að fara í auglýsingu áður en ákvörðun er tekin um framkvæmdina. Heimastjórn samþykkir að framkvæmdin verði auglýst og tekið fyrir á fundi aftur þegar auglýsingarferli er lokið.

Fundi slitið - kl. 13:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?