Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

26. fundur 23. júní 2021 kl. 08:30 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varamaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Týr Tumason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Steingrímur Jónsson starfsmaður
  • Rúnar Matthíasson starfsmaður
  • Kjartan Róbertsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari umhverfis- og framkvæmdasviðs
Steingrímu Jónsson verkefnastjóri framkvæmda sat fundinn undir lið nr. 5, Rúnar Matthíasson aðstoðarmaður byggingarfulltrúa á Djúpavogi sat fundinn undir liðum nr. 5-6 og Kjartan Róbertsson verkefnastjóri framkvæmda sat fundinn undir lið nr. 7.

1.Innsent erindi, boltun klifurleiða, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202106121Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi varðandi hugmyndir um boltun klifurleiða í Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og hvetur málsaðila til að senda inn ítarlegri umsókn þar sem fram kemur nákvæm staðsetning og tímalína verkefnisins. Hafa þarf í huga ýmsa þætti svo sem aðgengi að staðnum, öryggismál og viðhald, ónæði, utanvegaakstur og rask á gróðri. Erindinu er vísað til heimastjórnar Seyðisfjarðar til umfjöllunar þegar frekari upplýsingar hafa borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Innsent erindi, göngustígur að Vök Baths

Málsnúmer 202106016Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja tvö erindi frá íbúum þar sem óskað er eftir umræðu um gerð göngustígs/hjólastígs frá Fellabæ að baðstaðnum Vök Baths.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar íbúum fyrir innsent erindi. Ráðið samþykkir drög að legu stígsins og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að setja af stað vinnu við hönnun stígsins og að afla tilskilinna leyfa og vísar málinu að öðru leiti til fjárhagsáætlunargerðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Verndarsvæði í byggð

Málsnúmer 202011161Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsögn heimastjórnar Fljótsdalshéraðs um drög að verndarskilmálum þar sem lögð er áhersla á að skilmálarnir verði ekki of hamlandi fyrir íbúa svæðisins. Jafnframt ítrekar heimastjórn að náið samráð verði haft við íbúa og þá sérstaklega innan umrædds verndarsvæðis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir verndarskilmálana og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samráði við verkefnastjóra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Íbúðarlóðir í Múlaþingi, heildarsýn og framtíðaruppbygging

Málsnúmer 202105281Vakta málsnúmer

Frestur til að skila inn hugmyndum að þéttingu byggðar á Egilsstöðum rann út þann 21. júní en auglýsing þess efnis var birt á heimasíðu sveitarfélagsins 3. júní. Fyrir ráðinu liggur að fjalla um tillögurnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir innsendar tillögur og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna áfram að málinu sem verður tekið fyrir að nýju þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Húsnæðismál Djúpavogsskóla

Málsnúmer 202105136Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Þorbjörgu Sandholt, skólastjóra Djúpavogsskóla, sem fjölskylduráð vísaði til umhverfis- og framkvæmdaráðs á fundi sínum 1. júní síðastliðinn. Fjölskylduráð telur mikilvægt að reynt verði að bregðast við erindi Djúpavogsskóla varðandi nauðsynlegasta viðhald og umbætur innandyra í húsnæðinu í samræmi við tillögur í greinargerðinni og vísar því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að leita leiða til að unnt sé að bregðast við því erindi fyrir upphaf nýs skólaárs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna að þeim úrbótum sem brýnastar eru í Djúpavogsskóla. Ráðið óskar einnig eftir því að farið verði af stað með skoðun á framtíðarlausn í húsnæðismálum skólans.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Skólalóð Grunnskóla Djúpavogs.

Málsnúmer 202101217Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja tillögur að endurbótum á skólalóð Djúpavogsskóla. Um langtímaáætlun er að ræða en gert var ráð fyrir hluta þessara framkvæmda á fjárhagsáætlun þessa árs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna að nauðsynlegum úrbótum á lóð Djúpavogsskóla. Jafnframt verði hönnun og útfærsla á lóð skólans skoðuð samhliða framtíðalausn húsnæðismála skólans.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Framkvæmdir við Herðubreið, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202106070Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur minnisblað varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við félagsheimilið Herðubreið á Seyðisfirði. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu og velja milli þeirra valkosta sem tilgreindir eru í minnisblaðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið að afla frekari gagna um klæðningu með tilliti til ásýndar hússins og verður málið tekið fyrir að nýju þegar þau gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umferðaröryggi á Borgarfirði

Málsnúmer 202011210Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að gera úrbætur til að auka öryggi vegfarenda á veginum frá Bakkaá út að húsinu Merki.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og mælist til þess við framkvæmda- og umhverfismálastjóra að það verði skoðað samhliða annarri gatnagerð á Borgarfirði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Borgarfjörður aðalskipulagsbreyting Gamla frystihúsið Blábjörg

Málsnúmer 202102107Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur athugun Skipulagsstofnunar á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðar. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til athugasemda Skipulagsstofnunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fellst á ábendingar Skipulagsstofnunar og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna viðeigandi breytingar á skipulagstillögunni til samræmis við þær ábendingar. Að því loknu verði tillagan auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Minnismerki um Frelsi, í minningu og til heiðurs Hans Jónatan

Málsnúmer 202011136Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um uppsetningu á minnismerki á Djúpavogi sem fellur undir skilmála verndarsvæðis í byggð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að auglýsa fyrirhugaða framkvæmd í samræmi við ákvæði 4. mgr. 6. gr. laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð. Auglýst verði á heimasíðu sveitarfélagsins og í opinberu rými á Djúpavogi. Auglýsingatími verði tvær vikur. Að honum loknum verði málinu vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Austurvegur 22 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010518Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu vegna fyrirhugaðra byggingaráforma við Austurveg 22 á Seyðisfirði er lokið án athugasemda. Umsagnir bárust frá MÍ og HEF veitum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir niðurstöður grenndarkynningar og vísar málinu til heimastjórnar Seyðisfjarðar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um lóð, Seyðisfjörður, Austurvegur 19

Málsnúmer 202106118Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóð við Austurveg 19 á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsókn um lóð, Seyðisfjörður, Austurvegur 19b

Málsnúmer 202106119Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóð við Austurveg 19B á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Umsókn um landskipti, Blöndugerði, lóð fyrir fjarskiptamastur

Málsnúmer 202105244Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Öryggisfjarskiptum um landskipti í Blöndugerði á Fljótsdalshéraði. Tilgangur landskiptanna er stofnun lóðar undir fjarskiptamastur Neyðarlínunnar. Lagt er til að ný lóð fái staðfangið Brúarháls.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Öryggismastur, Brúarháls

Málsnúmer 202106120Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Öryggisfjarskiptum um framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar öryggismasturs á Brúarhálsi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi og leggur til við skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Umsókn um framkvæmdaleyfi, göngustígur að Gufufossi, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202106117Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna viðgerðar á núverandi stíg og lagningu nýrrar gönguleiðar frá miðbæ Seyðisfjarðar að Gufufossi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi og leggur til við skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags. Málinu er vísað til heimastjórnar Seyðisfjarðar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Tillaga að friðlýsingu verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar.

Málsnúmer 202010446Vakta málsnúmer

Fyrir liggur greinagerð um framkomnar athugasemdir um kynningu á tillögu að friðlýsingu verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar.

Lagt fram til kynningar.

18.Kerfisáætlun 2021-2030

Málsnúmer 202106069Vakta málsnúmer

Kerfisáætlun 2021-2030 er nú komin í opið umsagnarferli. Frestur til að skila inn umsögnum er til 30. júlí.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?