Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

49. fundur 05. apríl 2022 kl. 08:30 - 12:05 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristjana Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslsviði

1.Fjármál 2022

Málsnúmer 202201015Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins. Magnús Jónsson og Sigurjón Örn Arnarson endurskoðendur mættu á fundinn undir þessum lið og fóru yfir vinnu við gerð ársreiknings Múlaþings fyrir árið 2021 og svöruðu spurningum byggðaráðs.

Eftirfarandi tillögur lagðar fram:
Byggðaráð leggur til að boðað verði til aukafundar í byggðaráði 13. apríl nk. þar sem ársreikningurinn verður til afgreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 400.000.000. Um er að ræða 2 lánasamninga, annars vegar nr. 2204_13 að fjárhæð kr. 200.000.000 með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034 og hins vegar nr. 2203_14 að fjárhæð kr. 200.000.000 með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039 og eru skilmálar beggja samninga lagðir fyrir á fundinum og byggðaráð hefur kynnt sér og eru í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Byggðaráð samþykkir að til tryggingar báðum lánum (höfuðstól, vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Eru lánin tekin til fjármögnunar á framkvæmdum við leikskóla sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra Múlaþings, kt. 301254-4079, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Múlaþings að undirrita lánssamninga við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Magnús Jónsson - mæting: 09:00
  • Sigurjón Örn Arnarson - mæting: 09:00

2.Íbúðakjarni á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010458Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Bæjartúni hses þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið taki að sér jarðvegsskipti á grunni lóðar vegna fyrirhugaðra bygginga átta íbúða auk félagsrýmis á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra, ásamt framkvæmda- og umhverfismálastjóra, að fara yfir málið með fulltrúum Bæjartúns. Er niðurstöður úr þeim viðræðum liggja fyrir verður málið tekið til að nýju í byggðaráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Sveitarstjórnar- og heimastjórnakosningar 2022

Málsnúmer 202203245Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað frá skrifstofustjóra varðandi m.a. áhrif nýrra kosningalaga á skipan kjörstjórna í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillögur lagðar fram:

Kjörstaðir og kjördeildir
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að kjörstaðir vegna sveitarstjórnar og heimastjórnarkosninga í Múlaþingi 14. maí 2022 verði eftirfarandi:
Borgarfjörður eystri: Hreppstofan Borgarfirði.
Djúpivogur: Tryggvabúð Djúpavogi.
Fljótsdalshérað: Menntaskólinn á Egilstöðum.
Seyðisfjörður: Íþróttamiðstöðin á Seyðisfirði.

Jafnframt samþykkir byggðaráð að kjördeildir við sveitarstjórnarkosningarnar og heimastjórnarkosningarnar verða fimm talsins, þar af tvær á Fljótsdalshéraði. Kjördeildirnar á Fljótsdalshéraði skiptast þannig: Í kjördeild nr. 1 verða íbúar á Egilsstöðum sem búa við götur, hverra nöfn byrja á bókstafnum A til og með bókstafnum R. Í kjördeild 2 verða íbúar á Egilsstöðum sem búa við götur hverra nöfn byrja á bókstafnum S til Ö, íbúar í Fellabæ, Eiðum og Hallormsstað og íbúar í dreifbýli á Fljótsdalshéraði.

Yfirkjörstjórn
Til að fullmanna kjörstjórnir vegna hæfisreglu 18. greinar nýrra kosningalaga, og vegna heimastjórnarkosninga samþykkir byggðaráð Múlaþings skipun í kjörstjórnir.
Tveir fulltrúar í yfirkjörstjórn Múlaþings. Sem aðalmaður Hlynur Jónsson. Sem varamaður Ólöf Ólafsdóttir.
Aðrir í yfirkjörstjórn eru áfram sem aðalmenn þau Þórunn Hálfdánardóttir, Björn Aðalsteinsson og sem varamenn þau Ásdís Þórðardóttir og Guðni Sigmundsson.

Utankjörfundaatkvæðagreiðsla
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að óska eftir því við sýslumann að hægt verði að kjósa í skrifstofum sveitarfélagsins á Borgarfirði eystra og Djúpavogi á opnunartíma skrifstofanna, frá og með 25. apríl til og með 13. maí.

Kjörstjórar vegna utankjörfundaatkvæðagreiðslu
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að óska eftir því við sýslumann að kjörstjórar vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslna verði Jón Þórðarson á Borgarfirði eystri og Eva Björk Hlöðversdóttir og Þórhildur Katrín Stefánsdóttir á Djúpavogi.
Byggðaráð vísar framangreindum afgreiðslum til sveitarstjórnar Múlaþings til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags

Málsnúmer 202010010Vakta málsnúmer

Fyrir lágu tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings. Inn á fundinn undir þessum lið komu Aron Thorarensen, lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi, Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri, og Sóley Valdimarsdóttir, ritari á umhverfis- og framkvæmdasviði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vandaða vinnu við uppfærslu á samþykkt um stjórn Múlaþings. Skrifstofustjóra falið að vinna endanlega tillögu, í samræmi við umræðu á fundinum, sem verði lögð fyrir fund sveitarstjórnar miðvikudaginn 13. apríl nk. til fyrri umræðu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 10:30
  • Sóley Valdimarsdóttir - mæting: 10:30
  • Aron Thorarensen - mæting: 10:30

5.Staðfesting á stofnframlagi sveitarfélags

Málsnúmer 202103144Vakta málsnúmer

Fyrir lágu óskir um staðfestingu sveitarfélags á veitingu stofnframlaga til annars vegar Ársala bs. og hins vegar Bæjartúns íbúðafélags hses.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir veitingu stofnframlaga til annars vegar Ársala bs. vegna bygginga íbúða á Egilsstöðum, að fjárhæð kr.38.165.208,-, og hins vegar Bæjartúns íbúðafélags hses. vegna fyrirhugaðrar byggingar á íbúðum í Fellabæ, að fjárhæð kr. 40.000.000,- sem greiðist við lok framkvæmda.
Gert er ráð fyrir þeim hluta stofnframlaga sem koma til greiðslu á yfirstandandi ári í samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2022.
Sveitarstjóra falið að senda HMS staðfestingu um afstöðu sveitarfélagsins til umsóknanna.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Sumarlokun skrifstofanna 2022

Málsnúmer 202203200Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá skrifstofustjóra Múlaþings varðandi sumarlokun skrifstofa sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að sumarlokun skrifstofa sveitarfélagsins á Borgarfirði, Seyðisfirði og Djúpavogi verði frá og með mánudeginum 4.júlí og til og með mánudeginum 1. ágúst. Skrifstofa sveitarfélagsins á Egilsstöðum verði lokuð frá og mánudeginum 18. júlí og til og með mánudeginum 1. ágúst.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Málefni Ríkharðshúss á Djúpavogi.

Málsnúmer 202105265Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Ríkarðshúss, dags. 23.03.2022.
Lagt fram til kynningar.

lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202201078Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25.03.2022.

Lagt fram til kynningar

9.Fundagerðir stjórnar - Tækniminjasafn Austurlands

Málsnúmer 202111076Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Tækniminjasafns Austurlands, dags. 22.03.2022.

Lagt fram til kynningar.

10.Endurskipulagning sýslumannsembætta

Málsnúmer 202203188Vakta málsnúmer

Fyrir lá bréf frá dómsmálaráðherra þar sem farið er yfir áform og markmið varðandi endurskipulagningu sýslumannsembætta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur áherslu á að starfsemi sem sinnt hefur verið af sýslumannsembætti á svæðinu verði efld verulega frá því sem nú er og ítrekað hafa verið gerðar athugasemdir vegna. Í bréfi dómsmálaráðherra kemur fram að markmiðið sé að efla núverandi starfsemi og styrkja þær starfsstöðvar sem eru að þjónusta almenning um land allt og er það í samræmi við áherslur sveitarfélagsins

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Styrktarumsókn frá Íslandsdeild Transparency International

Málsnúmer 202203212Vakta málsnúmer

Fyrir lá styrktarumsókn frá Íslandsdeild Transparency International.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir varðandi umrædd samtök sér byggðaráð Múlaþings sér ekki fært að koma að rekstri þess með fjárstuðningi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Góðgerða danssýning - styrkumsókn

Málsnúmer 202203184Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Alona Perepelytsia þar sem fram kemur að viðkomandi ætlar að skipuleggja góðgerðardanssýningu til styrktar Úkraínu á Egilsstöðum, Seyðisfirði og Reyðarfirði í lok maí. Óskað er eftir stuðningi frá sveitarfélaginu við verkefnið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar fram kominni hugmynd að verkefni sem verði til þess fallið að afla fjármagns til styrktar íbúum í Úkraínu. Byggðaráð felur atvinnu- og menningarstjóra að leita samninga varðandi húsnæði og tæknimál vegna fyrirhugaðra sýninga á Egilsstöðum og Seyðisfirði og leggja fyrir byggðaráð tillögu að ráðstöfun fjármagns vegna þessa.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

13.Samningur um styrk vegna List í ljósi

Málsnúmer 202202006Vakta málsnúmer

Fyrir lá greinargerð frá List í ljósi um framkvæmd List í ljósi 2022.

Lagt fram til kynningar.

14.Faktorshúsið Djúpavogi

Málsnúmer 202103213Vakta málsnúmer

Fyrir lá tillaga að framtíðarstaðsetningu Ríkharðssafns sem unnin var í samráði við stjórn Ríkharðshúss og heimastjórn Djúpavogs. Einnig lá fyrir tillaga að framtíðarstaðsetningu slökkviliðs og þjónustumiðstöðvar m.a, auk nýtingar Faktorshúss.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur og felur sveitarstjóra að sjá til þess að hafin verði vinna í samræmi við þær.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

15.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um eignarhald í laxeldi, 419. mál.

Málsnúmer 202203201Vakta málsnúmer

Fyrir lá til umsagnar frá atvinnuveganefnd Alþingis tillaga til þingsályktunar um eignarhald í laxeldi, 419. mál.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:05.

Getum við bætt efni þessarar síðu?