Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

40. fundur 14. desember 2021 kl. 08:30 - 11:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Íbúðakjarni á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010458Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Bæjartúni íbúðafélagi hses varðandi annars vegar hvort sveitarfélagið sé tilbúið að annast rekstur samkomurýmis í fyrirhuguðum íbúðakjarna á Seyðisfirði og hins vegar er óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið varðandi mögulega aðkomu þess að kostnaði við jarðvinnu vegna verkefnisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræðu á fundinum.


Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Sameiginleg styrkbeiðni björgunarsveita og slysavarnardeilda Múlaþings

Málsnúmer 202011224Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samstarfssamningi milli Múlaþings og björgunarsveitanna Báru, Héraðs, Ísólfs, Jökuls, og Sveinunga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að samstarfssamningi á milli sveitarfélagsins Múlaþings og björgunarsveitanna Báru, Héraðs, Ísólfs, Jökuls og Sveinunga. Samstarfssamningurinn gildir frá og með 1. janúar 2022 til og með 31. desember 2024 en skal tekinn til endurskoðunar fyrir 1. september 2022. Sveitarstjóra falið undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Reglur um úthlutun á almennu leiguhúsnæði í eigu Múlaþings

Málsnúmer 202011070Vakta málsnúmer

Á fundi byggðaráðs 16. nóvember 2021, var skrifstofustjóra falið að láta uppfæra reglur um úthlutun á almennu leiguhúsnæði sveitarfélagsins með hliðsjón af framkomnum athugasemdum, sbr. mál númer 202107047.

Fyrir liggja drög að endurskoðuðum reglum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir uppfærðar reglur um úthlutun á almennu leiguhúsnæði sveitarfélagsins og felur skrifstofustjóra að sjá til þess að þær verði virkjaðar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Skilavegir

Málsnúmer 202109085Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun fundar umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 01.12.2021, þar sem samþykkt er að vísa samningi á milli sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar um veghald á skilavegum til byggðaráðs til afgreiðslu er lokadrög liggja fyrir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi lokadrög að samningi á milli sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar um veghald á skilavegum og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Fundargerðir stjórnar HEF - 2021

Málsnúmer 202102237Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar HEF veitna frá 24.11.2021.

Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2021

Málsnúmer 202102049Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.11.2021.

Lagt fram til kynningar.

8.Fundagerðir stjórnar - Tækniminjasafn Austurlands

Málsnúmer 202111076Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar Tækniminjasafns Austurlands frá 16.11.2021 og 25.11.2021.

Lagt fram til kynningar.

9.Tækniminjasafn Austurlands, fjármál

Málsnúmer 202012074Vakta málsnúmer

Fyrir lá tölvupóstur fulltrúa Tækniminjasafns Austurlands þar sem óskað er eftir svörum við beiðnum er send voru til sveitarfélagsins á haustdögum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjóra falið að koma á fundi byggðaráðs með fulltrúum Tækniminjasafnsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Almannavarnir-skipulag

Málsnúmer 202105280Vakta málsnúmer

Fyrir lágu gögn er voru til umfjöllunar á fundi fulltrúa almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra með lögreglunni á Austurlandi, almannavarnarnefndum og viðbragðsaðilum 26. október 20221.

Lagt fram til kynningar.

11.Faktorshúsið Djúpavogi

Málsnúmer 202103213Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun fundar heimastjórnar Djúpavogs, dags. 28.10.2021, þar sem lagt er til við byggðaráð að stofnaður verði sameiginlegur starfshópur, fyrir gömlu kirkjuna og Faktorshúsið, til að fara yfir uppbyggingu og mögulega framtíðarnotkun húsanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að stofnaður verði starfshópur sem hafi það verkefni að fara yfir uppbyggingu og mögulega framtíðarnotkun Gömlu kirkjunnar og Faktorshússins á Djúpavogi. Starfshópurinn verði skipaður þremur fulltrúum og skal heimastjórn Djúpavogs tilnefna einn, framkvæmda- og umhverfismálastjóri einn og atvinnu- og menningarmálastjóri einn. Starfshópurinn skal skila af sér tillögum eigi síðar en í lok apríl 2022.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Innleiðing á upplýsingaöryggiskerfi

Málsnúmer 202110023Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað frá innleiðingarteymi upplýsingarkerfis Múlaþings þar sem fram kemur m.a. að fyrirhugað er að innleiðingu við upplýsingaöryggiskerfi fyrir Múlaþing verði lokið um mitt ár 2022.

Lagt fram til kynningar.

13.Tjaldsvæði í Múlaþingi

Málsnúmer 202108124Vakta málsnúmer

Fyrir lá samantekt frá atvinnu- og menningarsviði Múlaþings varðandi rekstur tjaldsvæðisins á Seyðisfirði þar sem lagt er til að samningur við núverandi rekstraraðila verði ekki framlengdur og að heimilað verði að ganga til samninga við rekstraraðila tjaldsvæðisins á Egilsstöðum um rekstur tjaldsvæðisins á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu starfsmanna atvinnu- og menningarsviðs samþykkir byggðaráð Múlaþings að samningur við núverandi rekstraraðila tjaldsvæðisins verði ekki framlengdur. Jafnframt samþykkir byggðaráð Múlaþings að fela atvinnu-og menningarmálafulltrúa að að bjóða út rekstur tjaldsvæðins á Seyðisfirði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 11:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?