Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

1. fundur 20. október 2020 kl. 10:00 - 13:00 í Valaskjálf, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2020

Málsnúmer 202010468Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór í upphafi yfir vinnu starfsmanna við að koma af stað hinum ýmsu tölvukerfum sem notuð verða hjá Múlaþingi og þá undirbúningsvinnu sem fram hefur farið síðustu vikurnar.
Einnig fór hann yfir og kynnti fyrir byggðaráði nokkur mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.
Guðlaugur kynnti að lokum fyrirhugað útboð á tryggingum sveitarfélagsins og undirbúning að þeirri vinnu.
Byggðaráð samþykkir að veita bæjarstjóra og fjármálastjóra umboð til að semja við fyrirtækið Consello um að undirbúa og annast tryggingaútboðið.

2.Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

Málsnúmer 202010469Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri fór yfir almennar reglur um tímamörk sveitarfélaga um formlega afgreiðslu fjárhagsáætlana sinna. Einnig kynnti hann tilslakanir sem sveitarfélög geta fengið á þessu ári vegna Covid faraldursins.
Stefnt er þó á að fyrri umræða um fjárhagsáætlun Múlaþings verði í sveitarstjórn 11. nóvember og síðari umræða 9. desember.
Einnig fór hann yfir ýmsar forsendur vegna gerðar fjárhagsáætlunarinnar, bæði varðandi tekjur og gjöld.

3.Fundir Byggðaráðs

Málsnúmer 202010473Vakta málsnúmer

Samþykkt að byggðaráð fundi að öllu jöfnu þrisvar í mánuði. Fundirnir verða á þriðjudögum. Ef um snertifundi verður að ræða byrja þeir kl. 10:00, en fundir sem haldnir verða í fjarfundabúnaði hefjist kl. 8:30.

4.Stöðuskýrslur uppbyggingarteymis vegna Covid-19

Málsnúmer 202010467Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Fundagerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2020

Málsnúmer 202010464Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerð samráðsnefndar Landsvirkjunar og Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 202010452Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Aðalfundur Brunavarna á Austurlandi 2020

Málsnúmer 202010466Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir áframhaldandi samstarf þeirra sveitarfélaga sem staðið hafa að Brunavörnum á Austurlandi. Málið er í vinnslu.

8.Fundagerðir stjórnar HEF - 2020

Málsnúmer 202010482Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.42.fundur stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.

Málsnúmer 202010450Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundagerðir

Málsnúmer 202010449Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2020

Málsnúmer 202010445Vakta málsnúmer

Byggðaráð samþykkir að tilnefna Stefán Boga Sveinsson sem fulltrúa Múlaþings í stjórn Samtaka orkusveitarfélaga og að hann fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi samtakanna.

12.Ársskýrsla Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 202010465Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

13.Samantekt undirbúningsstjórnar til sveitarstjórnar Múlaþings

Málsnúmer 202010457Vakta málsnúmer

Varðandi hönnun merkis fyrir Múlaþing, samþykkir byggðaráð að fela sveitarstjóra og skrifstofustjóra að undirbúa tillögu að málsmeðferð sem lögð verður fyrir byggðaráð.
Björn Ingimarsson fór einnig yfir útfærslu á mönnun lykilstarfa stjórnsýslunnar.

14.Íbúðakjarni á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010458Vakta málsnúmer

Byggðaráð samþykkir að fá kynningu frá fyrirtækinu Bæjartún íbúðarfélag hses, á næsta fundi ráðsins.

15.Beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda

Málsnúmer 202010462Vakta málsnúmer

Með vísan til laga um tekjustofna sveitarfélaga hafnar byggðaráð framkomnu erindi varðandi niðurfellingu fasteignagjalda.

16.Verkefnastyrkir Seyðisfjarðarkaupstaðar

Málsnúmer 202010459Vakta málsnúmer

Frestað

17.Jafnvægisvog FKA - Jafnrétti er ákvörðun!

Málsnúmer 202010481Vakta málsnúmer

Frestað.

18.Macy´s byggingin við Eiðavatn

Málsnúmer 202010489Vakta málsnúmer

Frestað.

19.Erindi frá stjórnum og tenglaráði Knattspyrnudeildar Hattar

Málsnúmer 202010463Vakta málsnúmer

Frestað.

20.Svæðisskipulag Austurlands og kostnaðarframlag

Málsnúmer 202010492Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

21.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, 14. mál.

Málsnúmer 202010447Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

22.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði (breytt kynskráning), 21. mál.

Málsnúmer 202010460Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

23.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála, 15. mál.

Málsnúmer 202010461Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?