Fara í efni

Sorphirða, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202501030

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 52. fundur - 09.01.2025

Stefán Aspar Stefánsson verkefnastjóri umhverfismála kom inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðu mála.
Heimastjórn bendir á að á heimasíðu Múlaþings er að finna sorphirðudagatöl sem og ábendingagátt. Mikilvægt er að íbúar láti vita í gegnum ábendingagáttina verði misbrestur á sorphirðu, hjálpar það við að koma sorphirðu í rétt horf.
Í frétt á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að Múlaþing vill aftur biðja íbúa sína afsökunar á þeirri röskun sem hefur orðið á sorphirðu og þakkar um leið fyrir þær ábendingar sem hafa borist vegna hennar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar þakkar Stefáni Aspari fyrir góða yfirferð og upplýsingagjöf.
Getum við bætt efni þessarar síðu?