Fara í efni

Tillaga að rekskrarleyfi Kaldvíkur hf.til fiskeldis í Seyðisfirði

Málsnúmer 202412089

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 52. fundur - 09.01.2025

Fyrir liggur tillaga frá Matvælastofnun, dagsett 12.12.2024 að rekstrarleyfi Kaldvíkur hf til fiskeldis í Seyðisfirði. Athugasemdum við tillöguna skal skila inn á eigi síðar en 20.jan 2025.

Heimastjórn vísar til fyrri umsagnar sinnar sem samþykkt var að senda inn á 46. fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar.

Lagt fram til kynningar.

Jón Halldór Guðmundsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Nú hefur Matvælastofnunin auglýst fyrirhugað rekstrarleyfi vegna laxeldis í Seyðisfirði.
Margir aðilar, opinberir aðilar, íbúar á Seyðisfirði og fleiri hafa bent á ágalla þessarar atvinnustarfsemi í Seyðisfirði.
Laxeldið er í trássi við eindreginn vilja íbúa á svæðinu. Taka ber tillit til þess.
Komið hefur fram að eldiskvíarnar takmarka öryggi siglinga skipa í firðinum.
Burðarþolsmat Hafrannsóknarstofnunar er upp á 10 þúsund tonna lífmassa. Heimamenn vilja að náttúran njóti vafans og benda á slæm dæmi um afleiðingar erlendis. Eftirlitsskylda leyfishafa varðandi slysa sleppingar lús og fleira er ekki trygg leið til að fylgjast með umhverfisáhrifum.
Fiskeldiskvíarnar og festur þeirra mega ekki fara inn á helgunarsvæði FARICE og vakin er athygli á því að rekstrarleyfishafa sé treyst til að uppfylla þetta atriði.
Undirritaður vekur hér með athygli viðkomandi á þeim ágöllum sem málinu eru og vonar að sveitarstjórn standi með íbúum í þessu máli.
Jón Halldór Guðmundsson.
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd