Fara í efni

Snjómokstur á Seyðisfirði

Málsnúmer 202301015

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 30. fundur - 05.01.2023

Á fundinn undir þessum lið mættu Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri og Sveinn Ágúst Þórsson, verkstjóri Þjónustumiðstöðvar á Seyðisfirði til að ræða snjómokstur á Seyðisfirði. Farið var yfir stöðu mála undanfarnar vikur og hvaða ráðstafanir eru fyrirhugaðar varðandi bættan snjómokstur m.a. með auknum tækjakosti. Einnig kynntu þau fyrir heimastjórn uppfært snjómoksturskort sem er aðgengilegt á vef Múlaþings.

Heimastjórn þakkar Hugrúnu og Sveini fyrir greinargóðar upplýsingar.

Lagt fram til kynningar.



Gestir

  • Sveinn Ágúst Þórsson - mæting: 14:40
  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 14:40

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 42. fundur - 11.01.2024

Á fundinum undir þessum lið mættu Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda-og umhverfismálastjóri í gegnum fjarfundabúnað og Sveinn Ágúst Þórsson, verkstjóri Þjónustumiðstöðvar á Seyðisfirði, til að ræða snjómokstur á Seyðisfirði. Farið var yfir stöðu mála, snjómoksturskort, forgang og fleira. Til umræðu var erindi frá Sigurði Jónssyni dags.10.jan. um snjómokstur og vísar heimastjórn því erindi til framkvæmda- og umhverfismálastjóra til úrlausnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?