Fara í efni

Úttekt á stöðu fjarskiptamála á Austurlandi - Fjarskiptaáætlun Austurlands 2024-2025

Málsnúmer 202502184

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 145. fundur - 04.03.2025

Fyrir liggur úttekt á stöðu fjarskiptamála á Austurlandi - Fjarskiptaáætlun Austurlands 2024-2025. Útgefin í janúar 2025 af Austurbrú og Gagna ehf. í samræmi við Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð tekur undir með stjórn SSA um mikilvægi þess að innviðir á Austurlandi verði styrktir og þar á meðal farsímasamband á þjóðvegum fjórðungsins. Þetta er mikilvægt öryggismál fyrir þá sem ferðast um svæðið og brýnt að fá úrbætur án tafar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd