Fara í efni

Afgreiðsla mála og verkferlar á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202104327

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 23. fundur - 26.05.2021

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fór yfir starfsemi á sviðinu og fyrirkomulag á afgreiðslu erinda. Einnig voru kynntir nýir verkferlar sem verið er að innleiða.

Frestað

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 24. fundur - 02.06.2021

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fór yfir starfsemi á sviðinu og fyrirkomulag á afgreiðslu erinda. Einnig voru kynntir nýir verkferlar sem verið er að innleiða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð notar tækifærið og hrósar starfsmönnum sviðsins fyrir greinargóða verkferla og góð störf á undanförnum misserum.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 13. fundur - 28.06.2021

Lagt fram til kynningar. Heimastjórn Seyðisfjarðar leggur áherslu á að regluverkið verði einfaldað sem mest.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 11. fundur - 05.07.2021

Fyrir liggja drög að verkferlum skipulags- og byggingarmála lögð fram til kynningar.

Heimastjórn Djúpavogs - 16. fundur - 13.07.2021

Drög að verkferlum skipulags- og byggingarmála lögð fram til kynningar.

Heimastjórn telur mikilvægt að verkferlar séu skýrir, einfaldir og skilvirkir og fagnar þessari vinnu.

Heimastjórn Djúpavogs - 17. fundur - 01.09.2021

Verkferlar Skipulags og byggingarmála lagðir fram til kynningar.
Heimastjórn samþykkir fyrir sitt leiti verkferlana, og leggur á það áherslu að vinna við skipulagsmál sé fagleg og skilvirk.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 32. fundur - 22.09.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja tillögur að endurskoðun á verkferlum við grenndarkynningar. Jafnframt var farið yfir fyrirliggjandi verkferla varðandi deiliskipulag.

Málið er í vinnslu, verður tekið fyrir á næsta fundi.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 33. fundur - 29.09.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja tillögur að breytingum á verkferlum við grenndarkynningar. Jafnframt var farið yfir fyrirliggjandi verkferla varðandi deiliskipulag og mögulegar breytingar á þeim með breytingum á samþykktum sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa tillögum að breytingum á verkferlum við grenndarkynningar til umsagnar heimastjórna sveitarfélagsins. Jafnframt samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að beina því til byggðarráðs að hafin verði vinna við endurskoðun á samþykktum sveitarfélagsins, með það í huga að geta stytt og gert skilvirkari verkferla í skipulagsmálum. Meðal annars verði horft til þeirra tillagna sem fyrir fundinum liggja.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 15. fundur - 01.10.2021

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis ? og framkvæmdaráðs 29.09.21:
Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja tillögur að breytingum á verkferlum við grenndarkynningar. Jafnframt var farið yfir fyrirliggjandi verkferla varðandi deiliskipulag og mögulegar breytingar á þeim með breytingum á samþykktum sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa tillögum að breytingum á verkferlum við grenndarkynningar til umsagnar heimastjórna sveitarfélagsins. Jafnframt samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að beina því til byggðarráðs að hafin verði vinna við endurskoðun á samþykktum sveitarfélagsins, með það í huga að geta stytt og gert skilvirkari verkferla í skipulagsmálum. Meðal annars verði horft til þeirra tillagna sem fyrir fundinum liggja.

Sóley Valdimarsdóttir kynnti framkomnar tillögur um styttingu ferla skipulagsmála hjá Múlaþingi.
Heimastjórn tekur undir að stytta þurfi ferla þar sem það er hægt og fellst á framkomnar tillögur en leggur til að hún fái allar grenndarkynningar til umsagnar. Umsögn heimastjórnar varðandi aðkomu heimastjórna að deiliskipulagi frestað til næsta fundar.


Gestir

  • Sóley Valdimarsdóttir - mæting: 14:30

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 14. fundur - 04.10.2021

Fyrir liggja tillögur að breytingum á verkferlum við grenndarkynningar sem umhverfis- og framkvæmdasvið hefur unnið. Jafnframt verkferlar varðandi deiliskipulag og mögulegar breytingar á þeim með breytingum á samþykktum sveitarfélagsins.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 29.9. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa tillögum að breytingum á verkferlum við grenndarkynningar til umsagnar heimastjórna sveitarfélagsins. Jafnframt samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að beina því til byggðarráðs að hafin verði vinna við endurskoðun á samþykktum sveitarfélagsins, með það í huga að geta stytt og gert skilvirkari verkferla í skipulagsmálum. Meðal annars verði horft til þeirra tillagna sem fyrir fundinum liggja.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs lýsir yfir ánægju með að leitað sé leiða til að stytta og einfalda verkferla á umhverfis- og framkvæmdasviði og óskar eftir að fengið verði álit frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um þær hugmyndir er snúa að því stytta ferlið og afgreiðslutíma vegna grenndarkynninga og deiliskipulags.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 35. fundur - 19.10.2021

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 29.09.2021, þar sem því er beint til byggðaráðs að hafin verði vinna við endurskoðun á samþykktum sveitarfélagsins með það í huga að geta stytt og gert skilvirkari verkferla í skipulagsmálum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela skrifstofustjóra að láta vinna tillögu að endurskoðuðum samþykktum sveitarfélagsins þannig að hægt verði að stytta og gera skilvirkari verkferla í skipulagsmálum. Horft verði m.a. til þeirra tillagna er liggja fyrir varðandi leiðir til úrbóta.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 16. fundur - 03.11.2021

Fyrir liggja tillögur að breytingum verkferla umhverfis ? og framkvæmdasviðs. Heimastjórn hafði áður tekið hluta tillagnanna fyrir og tók þá jákvæða afstöðu gagnvart fyrirhuguðum breytingum er lúta að grenndarkynningarferlum sveitarfélagsins. Heimastjórn átti eftir að taka afstöðu til þeirra breytinga er snúa að deiliskipulagsferlum sveitarfélagsins.

Heimastjórn tekur undir að fækka megi skiptum sem hún hefur aðkomu að deiliskipulagsferli. Nú eru skiptin fimm. Heimastjórn telur óhætt að þeim megi fækka niður í tvö skipti þ.a. heimastjórn hafi aðkomu að því að hefja ferlið og ljúka því í þeim tilfellum sem engar athugasemdir berast við skipulagsbreytingarnar sem þarf að bregðast við. Heimastjórn telur að í þeim málum þar sem bregðast þarf við athugasemdum fái hún aðkomu líkt og nú er. Verði deiliskipulagsferlinu breytt með ofangreindum hætti sér heimastjórn ekki ástæðu til þess að breyta sinni aðkomu að málum þegar aðal- og deiliskipulag eru unnin samhliða.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 17. fundur - 08.11.2021

Fyrir Heimastjórn Seyðisfjarðar liggja tillögur að breytingum á verkferlum við grenndarkynningar. Jafnframt var farið yfir fyrirliggjandi verkferla varðandi deiliskipulag og mögulegar breytingar á þeim með breytingum á samþykktum sveitarfélagsins. Sóley Valdimarsdóttir kom inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir tillögurnar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar er fylgjandi styttingu á verkferlum varðandi deiliskipulag og grenndarkynningar.

Gestir

  • Sóley Valdemarsdóttir - mæting: 09:30

Heimastjórn Djúpavogs - 27. fundur - 23.06.2022

Lagt fram til kynningar, verkferlar á Umhverfis og framkvæmdasviði.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 60. fundur - 22.08.2022

Lagðir fram til kynningar verkferlar við afgreiðslu skipulagsmála og samantekt yfir stöðu einstakra skipulagsverkefna.
Getum við bætt efni þessarar síðu?