Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

129. fundur 01. apríl 2025 kl. 12:30 - 15:05 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ævar Orri Eðvaldsson varamaður
Starfsmenn
  • Anna Alexandersdóttir félagsmálastjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir grunnskólafulltrúi
  • Marta Wium Hermannsdóttir leikskólafulltrúi
  • Dagný Erla Ómarsdóttir verkefnastjóri íþrótta og tómstunda
  • Þóra Björnsdóttir verkefnastjóri frístunda og forvarna
Fundargerð ritaði: Marta Wium Hermannsdóttir Leikskólafulltrúi
Áheyrnarfulltrúar leikskóla Guðrún Sigríður Sigurðardóttir, Linda Theresa Fransson og Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir sátu lið 1 - 2. Áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla Sóley Þrastardóttir og Bríet Finnsdóttir sátu lið 2. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Dagbjört Kristinsdóttir, Helena Rós Einarsdóttir og Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir sátu lið 2 - 6.

1.Opnunartími í leikskólanum Glaumbæ skólaárið 2025-2026

Málsnúmer 202503242Vakta málsnúmer

Fyrir liggur greinagerð frá Önnu Birnu Einarsdóttur, skólastjóra í Fellaskóla, varðandi opnunartíma leikskólans Glaumbæjar á næsta skólaári.
Fjölskylduráð samþykkir að stytta opnunartíma leikskólans á Borgarfirði, skólaárið 2025-2026, með því að loka honum kl. 14:00 á föstudögum frá og með 1. ágúst 2025. Ákveðið hefur verið að grípa til þessa ráðs til að bregðast við auknu álagi í starfsmannahópnum og til að efla faglegt starf. Fyrirkomulagið verður endurskoðað í apríl 2026.

Samþykkt samhljóða.

2.Fjárhagsáætlun fræðslumála 2024

Málsnúmer 202304188Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar uppgjör á fjárhagsramma fræðslumála fyrir árið 2024, með frávikum.
Lagt fram til kynningar.

3.Breyting á skóladagatali Djúpavogsskóla 2024-2025

Málsnúmer 202503239Vakta málsnúmer

Fyrirliggur erindi frá Þórdísi Sævarsdóttur, skólastjóra Djúpavogsskóla, vegna breytinga á fyrirkomulagi skóladaga í júní 2025.
Fjölskylduráð samþykkir ósk um breytingu á skóladagatali Djúpavogsskóla vegna sérstakra aðstæðna við skólaslitin í júní.

Samþykkt samhljóða.

4.Erindi, Ósamræmi í gjaldskrá á fæðisgjöldum milli grunnskóla í Múlaþingi

Málsnúmer 202503053Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Sigurveigu Gísladóttur fyrir hönd foreldarfélags grunnskóladeildar Seyðisfjarðarskóla dagsett 10.03.2025, þar sem óskað er eftir samræmingu ávextagjalds í grunnskólum Múlaþings.
Fræðslustjóra er falið að kanna fyrirkomulagið í skólunum og hvort ávaxtagjald sem foreldrar greiða standi undir kostnaði vegna innkaupa á ávöxtum.

Málið áfram í vinnslu.

5.Breyting á aðalnámskrá grunnskóla 2024

Málsnúmer 202502216Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar, breytingar á aðalnámskrá grunnskóla. Breytingar voru gerðar á 16. kafla um undanþágur frá aðalnámskrá ásamt því að undirkafla var bætt við 7. kafla um nám og kennslu, eða kafla 7.15 um trúar- og lífsskoðanir í fjölmenningarsamfélagi.
Lagt fram til kynningar

6.Beiðni um skólaakstur

Málsnúmer 202209126Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Kraka Ásmundarsyni og Birnu Þórðardóttur, dagsett 29. jan. 2025. Í erindinu er óskað eftir skólaakstur fyrir börnin þeirra í Fellaskóla.
Málið áfram i vinnslu. Fræðslustjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

7.Fjárhagsáætlun Æskulýðs- og íþróttamála 2024 uppgjör-frávik

Málsnúmer 202503264Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frávik á uppgjör æskulýðs- og íþróttamálum vegna ársins 2024.
Lagt fram til kynningar.

8.Íþrótta- og tómstundastyrkur fyrri úthlutun 2025

Málsnúmer 202503119Vakta málsnúmer

Fyrir liggja umsóknir til íþrótta- og tómstundastyrks Múlaþings, fyrri úthlutun 2025.
Í upphafi umfjöllunar vakti Guðmundur Bj. Hafþórsson athygli á mögulegu vanhæfi sem formaður Píluklúbbs Múlaþings. Vakin var athygli á mögulegu vanhæfi Þórlaugar Öldu Gunnardóttur vegna tengsla við umsóknaraðila. Vanhæfni þeirra var samþykkt samhljóða og þau viku af fundi undir þessum lið.

Fyrir liggja umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki fjölskylduráðs sem auglýstir voru til umsóknar með umsóknarfrest til og með 16. mars 2025. Alls bárust 19 umsóknir að upphæð 6.645.090 kr.

Fjölskylduráð leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
- Frisbígolfvöllur í Selskógi, umsækjandi Glúmur Björnsson fyrir hönd UMF Þrists, kr. 150.000.-
- Bogfimideild Neista, kr. 150.000.-
- Píluklúbbur Múlaþings, Æfingar fyrir börn 18 ára og yngri, kr. 150.000.-
- Vinnusmiðja - Býrækt, umsækjandi Sæunn Vigdís Sigvaldadóttir, kr. 100.000.-
- Rafíþróttaklúbbur Menntaskólans á Egilsstöðum, umsækjandi Foreldra og hollvinafélag ME, kr. 150.000.-
- Hugarþjálfun fyrir knattspyrnustelpur, umsækjandi Jóney Jónsdæottir fyrir hönd FHL, kr. 200.000.-
- Keppnisferð á skíðum til Val-d'Isére, umsækjandi Eyvindur Halldórsson Warén, kr. 100.000.-

Fjölskylduráð þakkar fyrir allar umsóknirnar og óskar umsækjendum velfarnaðar.

Samþykkt með sex atkvæðum. Einn fjarverandi (GBH)

Fundi slitið - kl. 15:05.

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd