Fara í efni

Opnunartími í leikskólanum Glaumbæ skólaárið 2025-2026

Málsnúmer 202503242

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 129. fundur - 01.04.2025

Fyrir liggur greinagerð frá Önnu Birnu Einarsdóttur, skólastjóra í Fellaskóla, varðandi opnunartíma leikskólans Glaumbæjar á næsta skólaári.
Fjölskylduráð samþykkir að stytta opnunartíma leikskólans á Borgarfirði, skólaárið 2025-2026, með því að loka honum kl. 14:00 á föstudögum frá og með 1. ágúst 2025. Ákveðið hefur verið að grípa til þessa ráðs til að bregðast við auknu álagi í starfsmannahópnum og til að efla faglegt starf. Fyrirkomulagið verður endurskoðað í apríl 2026.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd