Fara í efni

Íþrótta- og tómstundastyrkur fyrri úthlutun 2025

Málsnúmer 202503119

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 129. fundur - 01.04.2025

Fyrir liggja umsóknir til íþrótta- og tómstundastyrks Múlaþings, fyrri úthlutun 2025.
Í upphafi umfjöllunar vakti Guðmundur Bj. Hafþórsson athygli á mögulegu vanhæfi sem formaður Píluklúbbs Múlaþings. Vakin var athygli á mögulegu vanhæfi Þórlaugar Öldu Gunnardóttur vegna tengsla við umsóknaraðila. Vanhæfni þeirra var samþykkt samhljóða og þau viku af fundi undir þessum lið.

Fyrir liggja umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki fjölskylduráðs sem auglýstir voru til umsóknar með umsóknarfrest til og með 16. mars 2025. Alls bárust 19 umsóknir að upphæð 6.645.090 kr.

Fjölskylduráð leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
- Frisbígolfvöllur í Selskógi, umsækjandi Glúmur Björnsson fyrir hönd UMF Þrists, kr. 150.000.-
- Bogfimideild Neista, kr. 150.000.-
- Píluklúbbur Múlaþings, Æfingar fyrir börn 18 ára og yngri, kr. 150.000.-
- Vinnusmiðja - Býrækt, umsækjandi Sæunn Vigdís Sigvaldadóttir, kr. 100.000.-
- Rafíþróttaklúbbur Menntaskólans á Egilsstöðum, umsækjandi Foreldra og hollvinafélag ME, kr. 150.000.-
- Hugarþjálfun fyrir knattspyrnustelpur, umsækjandi Jóney Jónsdæottir fyrir hönd FHL, kr. 200.000.-
- Keppnisferð á skíðum til Val-d'Isére, umsækjandi Eyvindur Halldórsson Warén, kr. 100.000.-

Fjölskylduráð þakkar fyrir allar umsóknirnar og óskar umsækjendum velfarnaðar.

Samþykkt með sex atkvæðum. Einn fjarverandi (GBH)
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd