Fara í efni

Reglur um hreyfi- og heilsueflingarstyrk starfsfólks Múlaþings 2024

Málsnúmer 202311013

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 86. fundur - 07.11.2023

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um hreyfi og heilsueflingarstyrk starfsfólks Múlaþings fyrir árið 2024.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Fjölskylduráð Múlaþings - 120. fundur - 17.12.2024

Fyrir liggja drög að reglum um hreyfi- og heilsueflingarstyrk starfsfólks Múlaþings fyrir árið 2025. Jafnframt liggur fyrir minnisblað með tillögu frá mannauðs- og launadeild, dagsett 10. 12. 2024, um að halda sama hreyfi- og heilsueflingarstyrk og hefur verið síðustu fjögur árin en að bæta við fríu sundkorti til starfsfólks sveitarfélagsins sem yrði úthlutað eftir ákveðnum reglum.
Fjölskylduráð tekur vel í tillöguna enda vill það styðja mannauðsstefnu Múlaþings sem leggur meðal annars áherslu á heilbrigði og vellíðan á vinnustöðum. Vonar fjölskylduráð að sundkortin verði hvatning fyrir starfsfólk til aukinnar hreyfingar. Fræðslustjóra er falið að uppfæra reglurnar í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?