Fara í efni

Viðbrögð við fyrirhugaðri fjölgun leikskólabarna á Héraði

Málsnúmer 202311344

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 89. fundur - 05.12.2023

Undir þessum lið mætti Anna Birna Einarsdóttir, skólastjóri Fellaskóla.

Ráðið felur fræðslustjóra að taka saman áætlun um fjölgun leikskólabarna til næstu 10 ára svo hægt sé að áætla þörf á leikskólaplássi á Héraði.

Málið áfram í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 91. fundur - 09.01.2024

Fulltrúar Austurlistans og VG lögðu fram eftirfarandi breytingartillögu.

Fjölskylduráð frestar málinu þar til allar forsendur eru komnar fram og heildstæð lausn lögð fram í samræmi við fyrirsjáanlegar þarfir í leikskólamálum og Fellaskóla. Fellaskóli fær Hádegishöfða til afnota á næsta skólaári enda gefa mannfjöldaspár ekki tilefni til fyrirsjáanlegra vandkvæða í leikskólamálum á þeim tíma. Með þessu móti gefst tími til að vinna að heildstæðri lausn í þessum málum.
Breytingartillagan var felld með fjórum atkvæðum (SG, BE, GLG og GBH) gegn þremur (ES, ÁMS og JHÞ).


Samkvæmt áætlun um nýframkvæmdir í Múlaþingi á að taka nýjan leikskóla í notkun á Egilsstöðum árin 2029-2030. Stefna Múlaþings er að veita öllum börnum leikskólavist frá 12 mánaða aldri og hefur það markmið tekist hingað til. Fjölskylduráð vill hafa fyrirsjáanleika á því hvernig brugðist verði við, þar til nýr leikskóli verður tekinn í notkun, þannig að áfram verði hægt að veita öllum börnum leikskólavist frá 12 mánaða aldri.
Fjölskylduráð samþykkir að opna gamla Hádegishöfða sem leikskóla, að hluta eða að öllu leyti um leið og þess gerist þörf. Ráðið samþykkir jafnframt að Fellaskóli fái að nýta húsnæðið við gamla Hádegishöfða þar til opna þarf leikskóla þar að nýju. Fræðslustjóra er falið, í samráði við umhverfis- og framkvæmdasvið, að fara í greiningarvinnu á húsnæðisþörf Fellaskóla, þannig að hægt sé að gera fullnægjandi ráðstafanir í húsnæðismálum skólans ef hann missir aðstöðu að hluta eða öllu leyti í gamla Hádegishöfða.

Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum (SG, BE, GLG og GBH) gegn þremur (ES, ÁMS og JHÞ).

Fulltrúar Austurlistans, VG og Miðflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:

Það er niðurlægjandi að tíma nefndarmanna og starfsfólks sé varið í að vinna gögn þegar innihald þeirra skipta engu máli í niðurstöðu mála.

Mannfjöldaspár gefa lítið ef nokkurt tilefni til að taka ákvörðun í slíkum flýti. Sú niðurstaða sem meirihlutinn keyrir hér í gegn í trássi við fagsvið og skólastjórnendur býr til fleiri vandamál en henni er ætlað að leysa. Minnihlutinn fer fram á að meirihluti kynni tillögu að breyttri forgangsröðun er snúa að uppbyggingu grunnskóla með áherslu á Fellaskóla á næsta fundi ráðsins en eðlilegra hefði verið að hún lægi fyrir áður en þessi ákvörðun var tekin. Tryggja þarf að skólastarf Fellaskóla verði ekki sett í frekara uppnám og að komið verði í veg fyrir frekari sóun á fjármunum sveitarfélagsins með þeim tvístígandahætti sem hér er boðaður. Liggja þarf fyrir skilgreining á því hversu mörg börn þurfi að vera á biðlista til þess að Fellaskóla sé gert að víkja úr Hádegishöfða. Minnihlutinn telur eðlilegra að leysa mögulegan leikskólavanda frekar en að færa vandamálið annað.
Getum við bætt efni þessarar síðu?