Fara í efni

Umsagnarbeiðni um 158.mál, Borgarstefna

Málsnúmer 202503145

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 148. fundur - 25.03.2025

Fyrir liggur til umsagnar frá nefnda-og greiningarsviði Alþingis 158.mál, tillaga til þingsályktunar um borgarstefnu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð ítrekar fyrri umsögn sína um málið þar sem sagði:
"Með vísan til fyrirliggjandi draga að borgarstefnu leggur byggðaráð Múlaþings áherslu á að þess verði gætt, við aukna áherslu á svæðishlutverk Akureyrar, að ekki verði dregið úr framlögum ríkisins til uppbyggingar nauðsynlegra grunninnviða á Austurlandi sem snúa m.a. að samgöngum, menningar- og menntamálum og heilbrigðisþjónustu. Einnig er mikilvægt að í borgarstefnu verði lögð áhersla á hlutverk Reykjavíkurflugvallar í þjónustu við landsbyggðina en um þennan þátt er ekki fjallað í fyrirliggjandi drögum. Að öðru leyti tekur byggðaráð Múlaþings undir þær áherslur er fram koma í umsögn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) um drög að borgarstefnu."
Þá vill byggðaráð bæta því við að mikilvægt er að stjórnvöld fari að huga að stefnu fyrir þau svæði sem liggja utan borgarsvæðanna en gegna hlutverki miðstöðva þjónustu- og verslunar fyrir stór dreifbýl landsvæði. Þessi bæjarfélög eru mikilvæg og þarf að efla svo þau geti sinnt sínum hlutverkum, hér má nefna bæjarfélag eins og Egilsstaði.
Sveitarstjóra falið að koma bókuninni á framfæri við nefndar- og greiningarsvið Alþingis.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd