Fara í efni

Tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli

Málsnúmer 202407011

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 123. fundur - 09.07.2024

Fyrir liggur erindi frá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti varðandi tilboð um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til heimila utan markaðssvæða í þéttbýli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir tillögum að viðbrögðum frá HEF-veitum við fyrirliggjandi erindi ráðuneytis varðandi mögulega styrkveitingu vegna ljósleiðaralagna. Erindið verði tekið til afgreiðslu á fundi byggðaráðs 7. ágúst nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 124. fundur - 07.08.2024

Á fundinn undir þessum lið mætti Haddur Áslaugsson, tækni- og gæðastjóri hjá HEF veitum, og fór yfir stöðu mála og möguleg næstu skref.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra ásamt HEF veitum að ganga til samninga við þá aðila er sýnt hafa verkefninu áhuga. Frekari greining möguleika og verkefnis skal þó unnin áður en til samninga verður gengið. Verði niðurstaðan sú að fara í verkefnið er óskað eftir því að HEF veitur haldi utan um verkefnið. Sveitarstjóra er falið að senda svar við erindi Fjarskiptasjóðs fyrir kl. 12:00 föstudaginn 16. ágúst nk.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?