Fara í efni

Listahátíð Reykjavíkur 2024, viðburður á Seyðisfirði

Málsnúmer 202405244

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 119. fundur - 04.06.2024

Fyrir liggur ósk um fjárstuðning og aðstoð sveitarfélagsins vegna menningarviðburðar á Seyðisfirði sem haldinn verður í tengslum við viðburð á Listahátíð Reykjavíkur dagana 7. - 9. júní næstkomandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir það er fram kemur í svari atvinnu- og menningarmálastjóra að fyrirliggjandi umsókn hefði þurft að berast fyrr til sveitarfélagsins svo mögulega hefði verið hægt að verða við henni. Fyrri úthlutun menningarstyrkja fór fram í janúar á þessu ári en síðari úthlutun mun fara fram á haustdögum og er umsóknaraðili hvött til að fylgjast með er auglýst verður eftir umsóknum vegna seinni úthlutunar. Hvað varðar aðra aðstoð beinir byggðaráð þeim óskum til eignasviðs Múlaþings og HEF-veitna til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?