Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

118. fundur 29. maí 2024 kl. 08:30 - 11:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins. Undir þessum lið sat Sigurbjörg Hvönn kristjánsdóttir fræðslustjóri.

Gestir

  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri - mæting: 08:35

2.Framkvæmdir við Herðubreið, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202106070Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við Herðubreið á Seyðisfirði. Inn á fundinn undir þessum lið tengdist Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri, og fór yfir stöðu málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings styður afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs og leggur áherslu á að ráðist verði sem fyrst í endurbætur Herðubreiðar á Seyðisfirði enda er sú framkvæmd löngu orðin tímabær.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, einn sat hjá (ÁMS)

Ásrún Mjöll Stefánsdóttir V-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég get tekið heilshugar undir erindið og harma það að þetta fallega hús í hjarta bæjarins fái ekki viðgerð í takt við upprunalegt útlit hússins. Það er synd að þetta mál hafi farið eins og raun ber vitni og ástandið á húsinu sé orðið það alvarlegt að flókið sé að gera aðra tilraun til að fá verktaka í slíka viðgerð.
Fylgiskjöl:

3.Beiðni, Oddfellowhúsið

Málsnúmer 202405161Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Húsfélagi Oddfellow hússins á Egilsstöðum varðandi niðurfellingu eða lækkun fasteignagjalda á fasteignina Fagradalsbraut 25 á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til laga um tekjustofna sveitarfélaga er það niðurstaða byggðaráðs Múlaþings að ekki sé hægt að verða við fyrirliggjandi ósk um niðurfellingu eða lækkun fasteignagjalda. Sveitarstjóra falið að koma afgreiðslu byggðaráðs á framfæri við fulltrúa Húsfélags Oddfellow hússins á Egilsstöðum.

Samykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Listasafn Reykjavíkur, ósk um framlag til sýningar á Átthagamálverkum

Málsnúmer 202404080Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá verkefnastjóra menningarmála varðandi afgreiðslu á ósk Listasafns Reykjavíkur um lán á listaverkum í eigu sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Listasafni Reykjavíkur verði lánuð listaverk í eigu sveitarfélagsins á sýninguna Átthagamálverk sem verður á Kjarvalsstöðum í sumar. Verkefnastjóra menningarmála falin afgreiðsla málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Bílastæðagjöld á Egilsstaðaflugvelli

Málsnúmer 202401065Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar um fyrirhugaða gjaldtöku bílastæða á Egilsstaðaflugvelli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings mótmælir harðlega fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum Egilsstaðaflugvallar og lýsir furðu sinni á því að Isavia skuli ekki hafa tekið tillit til þeirra ábendinga er fulltrúar sveitarfélagsins komu á framfæri á Byggðaráðsfundi með fulltrúum stjórnar og framkvæmdastjórnar innanlandsflugvalla ISAVIA.

Fyrirhuguð gjaldtaka er viðbótarkostnaður við dýran ferðakostnað íbúa Austurlands við að sækja mikilvæga heilbrigðisþjónustu og aðra þjónustu sem því miður er ekki boðið upp á í landshlutanum.

Byggðaráð felur sveitarstjóra að leita álits lögfræðings um lögmæti innheimtunnar á grundvelli þess að ekki liggur fyrir samþykki innviðaráðuneytisins og að einnig verði óskað eftir fundi með innviðaráðherra um málið.

Byggðaráð beinir því til sveitarstjórnar Múlaþings að taka málið til umfjöllunar á næsta fundi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Umsagnarbeiðni um mál 1114, frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir).

Málsnúmer 202405147Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir), 1114. mál.

Lagt fram til kynningar.

7.Umsagnarbeiðni um mál 1036, þingsályktunartillögu um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til ársins 2030

Málsnúmer 202405168Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til umsagnar tillaga til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til ársins 2030, 1036. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að skila inn umsögn í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?