Fara í efni

Listasafn Reykjavíkur, ósk um framlag til sýningar á Átthagamálverkum

Málsnúmer 202404080

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 118. fundur - 29.05.2024

Fyrir liggur minnisblað frá verkefnastjóra menningarmála varðandi afgreiðslu á ósk Listasafns Reykjavíkur um lán á listaverkum í eigu sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Listasafni Reykjavíkur verði lánuð listaverk í eigu sveitarfélagsins á sýninguna Átthagamálverk sem verður á Kjarvalsstöðum í sumar. Verkefnastjóra menningarmála falin afgreiðsla málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?