Fara í efni

Erindi varðandi Gamla Skóla

Málsnúmer 202311238

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 101. fundur - 28.11.2023

Fyrir liggur erindi frá LungA-skólanum þar sem viðraðar eru hugmyndir varðandi framtíðarhúsnæði fyrir starfsemi skólans.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að óska eftir því að fulltrúar LungA-skólans komi til fundar með byggðaráði til að fara yfir þær hugmyndir sem viðraðar eru í fyrirliggjandi erindi. Jafnframt verði fulltrúum Skálanesseturs ehf. boðið að koma til fundar með byggðaráði og gera nánari grein fyrir þeirra hugmyndum varðandi framtíðarnýtingu húsnæðis Gamla skólans á Seyðisfirði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðsla.

Byggðaráð Múlaþings - 104. fundur - 23.01.2024

Inn á fundinn undir þessum til komu fulltrúar Skálanesseturs, þau Ólafur Örn Pétursson og Rannveig Þórhallsdóttir og gerðu grein fyrir þeim hugmyndum er viðkomandi hafa varðandi framtíðarnýtingu Gamla skóla á Seyðisfirði.

Byggðaráð Múlaþings - 105. fundur - 30.01.2024

Inn á fundinn undir þessum lið komu fulltrúar LungA skólans, þau Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir og Mark Rohtmaa-Jackson, og gerðu grein fyrir þeim hugmyndum er viðkomandi hafa varðandi framtíðarnýtingu Gamla skólans á Seyðisfirði.

Gestir

  • Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir og Mark Rohtmaa-Jackons - mæting: 10:50
Getum við bætt efni þessarar síðu?