Fara í efni

Fundargerð Ársala 2021

Málsnúmer 202102141

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 13. fundur - 23.02.2021

Fyrir lá fundargerð 36. stjórnarfundar Ársala bs., dags. 15.02.21.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 14. fundur - 02.03.2021

Fyrir lá fundargerð Ársala bs., dags. 26.02.2021.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 15. fundur - 16.03.2021

Fyrir lágu fundargerðir stjórnarfundar og aðalfundar Ársala dags. 04.03.2021.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 16. fundur - 23.03.2021

Fyrir lá bókun frá fundi stjórnar Ársala bs. dagsett 15.02.2021, þar sem fram kemur að Hreini Halldórssyni, umsjónarmanni fasteigna Ársala, var falið að ganga frá umsókn fyrir hönd Ársala bs. um stofnframlag til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar Lagaráss 21-33 á Egilsstöðum. Einnig lá fyrir útfyllt umsóknarform vegna umræddrar umsóknar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fresta afgreiðslu málsins þar til það hefur hlotið umfjöllun hjá matsnefnd, samanber 2.gr. reglna Múlaþings um stofnframlög.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 17. fundur - 30.03.2021

Fyrir lá fundargerð matsnefndar, dags. 24.03.21, þar sem fram kemur m.a. að matsnefnd leggur til að samþykkt verði að veita Ársölum bs. umbeðið stofnframlag, enda er gert ráð fyrir því í samþykktri fjárhagsláætlun Múlaþings fyrir árin 2021 og 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að veita Ársölum bs. stofnframlag, sem samkvæmt fyrirliggjandi gögnum næmi um 31 millj. kr. Jafnframt verði sveitarstjóra falið að senda HMS staðfestingu um afstöðu sveitarfélagsins til umsóknarinnar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 23. fundur - 25.05.2021

Fyrir lágu fundargerðir Ársala bs. dags. 03.05.2021 og 17.05.2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að stjórn Ársala bs. láti fara fram útboð vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Lagarás 21-33. Framkvæmd verði þó háð því að fyrir liggi samþykki Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stofnframlag sem og að kostnaður rúmist innan samþykktrar fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóma án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 27. fundur - 06.07.2021

Fyrir lá fundargerð stjórnar Ársala bs., dags. 01.07.2021.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 29. fundur - 24.08.2021

Fyrir lá fundargerð stjórnar Ársala bs., dags. 13.08.2021.

Lögð fram til kynningar

Byggðaráð Múlaþings - 34. fundur - 05.10.2021

Fyrir lá fundargerð stjórnar Ársala bs. dags. 30.09.2021.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 35. fundur - 19.10.2021

Fyrir lá fundargerð stjórnar Ársala bs. dags. 14.10.2021.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 37. fundur - 02.11.2021

Fyrir lá fundargerð stjórnar Ársala dags. 25.10.2021.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 38. fundur - 16.11.2021

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Ársala frá 03.11.2021.

Frestað.

Byggðaráð Múlaþings - 39. fundur - 23.11.2021

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Ársala frá 03.11.2021.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 43. fundur - 01.02.2022

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi framkvæmdir á vegum Ársala við Lagarás 21-33 á Egilsstöðum.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?