Fara í efni

Fjárheld girðing Skriðuvík-Bakkagerði

Málsnúmer 202108038

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 12. fundur - 17.08.2021

Erindi barst til heimastjórnar frá öllum landeigendum frá Snotrunesi að Árbæ, þar sem óskað er eftir að heimastjórn beiti sér fyrir því að komið verði á samfelldri fjárheldri girðingu ofan vegar allt frá Skriðuvík að Bakkagerði. Jafnframt er óskað eftir því að tekið verði til skoðunar hvort færa megi 70 km hraðatakmörkunarskilti utar yfir sumarmánuði þegar umferð fólks og bíla er sem mest.

Heimastjórn tekur undir nauðsyn þess að girða þurfi meðfram Borgarfjarðarvegi á umræddum kafla, beggja vegna, enda ágangur sauðfjár þar svo mikill að hætta stafar af bæði fyrir fólk og fé. Þess utan liggur klæðning vegarins fyrir skemmdum þegar ærnar grafa sig inn í kant hans. Heimastjórn Borgarfjarðar leggur til að þrýst verði á Vegagerðina um úrbætur. Þá verði jafnframt skoðað hvernig og hvort draga megi úr umferðarhraða á umræddum kafla.

Vísað til byggðaráðs

Byggðaráð Múlaþings - 29. fundur - 24.08.2021

Fyrir lá bókun heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 17.08.2021, þar sem því er beint til byggðaráðs að þrýst verði á Vegagerðina um úrbætur er lúta að því að komið verði á samfelldri fjárheldri girðingu ofan vegar allt frá Skriðuvík að Bakkagerði. Jafnframt verði skoðað hvernig og hvort draga megi úr umferðahraða á umræddum kafla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggaðaráð Múlaþings tekur undir þær áherslur er fram koma í bókun heimastjórnar Borgarfjarðar varðandi, annars vegar, girðingu meðfram Borgarfjarðarvegi og, hins vegar, tímabundna færslu á hraðatakmörkunarskilti. Sveitarstjóra falið í samráði við formann heimastjórnar að koma afgreiðslum byggðaráðs og heimastjórnar Borgarfjarðar á framfæri við Vegagerðina.

Samþykkt samhljóða


Getum við bætt efni þessarar síðu?