Fara í efni

Prókúruumboð

Málsnúmer 202108069

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 29. fundur - 24.08.2021

Fyrir lá tillaga um að veita Guðlaugi Sæbjörnssyni, fjármálastjóra og Óðni Gunnari Óðinssyni, skrifstofustjóra prókúruumboð fyrir hönd Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4.mgr. 55.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 4.mgr. 50.gr. samþykktar um stjórn Múlaþings leggur byggðaráð Múlaþings til að sveitarstjórn heimili sveitarstjóra að veita eftirtöldum starfsmönnum Múlaþings prókúruumboð:

Guðlaugi Sæbjörnssyni, fjármálastóra, kt. 130660-5179
Óðni Gunnari Óðinssyni, skrifstofustjóra, kt. 021158-3569

Umboðið nær til að undirrita skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki byggðaráðs og/eða sveitarstjórnar þarf til.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 15. fundur - 08.09.2021

Fyrir lá bókun byggðaráðs Múlaþings, dags. 24.08.2021, þar sem lagt er til að sveitarstjórn heimili sveitarstjóra að veita fjármálastjóra og skrifstofustjóra Múlaþings prókúruumboð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4.mgr. 55.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 4.mgr. 50.gr. samþykktar um stjórn Múlaþings samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að heimila sveitarstjóra að veita eftirtöldum starfsmönnum Múlaþings prókúruumboð:

Guðlaugi Sæbjörnssyni, fjármálastóra, kt. 130660-5179
Óðni Gunnari Óðinssyni, skrifstofustjóra, kt. 021158-3569

Umboðið nær til að undirrita skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki byggðaráðs og/eða sveitarstjórnar þarf til.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?