Fara í efni

Yfirlit frétta

Seyðisfjörður
21.12.20 Fréttir

Aurskriður á Seyðisfirði - Verið er að kanna stöðugleika ofan við rýmd hús á Seyðisfirði

Enn er verið að kanna og meta stöðugleika ofan við rýmd hús á Seyðisfirði auk þess sem unnið er að lagfæringu innviða. Á meðan sú vinna er í gangi þykir ekki óhætt að aflétta frekari rýmingu. Mat á rýmingarþörf er hinsvegar stöðugt í gangi. Næstu tilkynninga er að vænta milli klukkan 14 og 15 í dag.
Covid-19 Seyðisfjörður
21.12.20 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi - Covid-19

Með vísan til atburða á Seyðisfirði vekur aðgerðastjórn sérstaka áherslu á mikilvægi þess að við gætum í hvívetna að sóttvörnum á svæðinu öllu og ekki síst í kringum þá umferð og vinnu sem er á Seyðisfirði og á Egilsstöðum.
Egilsstaðarskóli
20.12.20 Fréttir

Hjálparstöðin opin í Egilsstaðaskóla 21. desember

Fjöldahjálparstöðin í Egilsstaðaskóla verður opin frá kl. 8 mánudaginn 21. desember og verður opin til kl. 21.
Seyðisfjörður
20.12.20 Fréttir

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi: Neyðarstig almannavarna fært niður í hættustig á Seyðisfirði – Aflétting rýmingar að hluta.

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi: Neyðarstig almannavarna fært niður í hættustig á Seyðisfirði – Aflétting rýmingar að hluta.
Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga
20.12.20 Fréttir

Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga

Haldinn á Facebook þann 21. desember 2020 klukkan 16:00. Tilgangur fundarins er að upplýsa íbúa Seyðisfjarðar um stöðu mála og gefa íbúum kost á að koma á framfæri fyrirspurnum sem veitt verða svör við á fundinum sé þess kostur. Fundurinn fer fram í gegnum Facebooksíðu Múlaþings https://www.facebook.com/mulathing Hægt verður að leggja inn spurningar á fundinum en einnig má senda inn spurningar fyrir fundinn á netfangið mulathing@mulathing.is
Seyðisfjörður
20.12.20 Fréttir

Uppfært 12.47 - Staða mála á Seyðisfirði

Unnið er að frekari mælingum og athugunum á skriðusvæðum á Seyðisfirði. Jafnframt er verið er að kanna möguleikann á afléttingu rýmingar á hluta bæjarins.
Fjöldahjálparstöðin opin sunnudag
19.12.20 Fréttir

Fjöldahjálparstöðin opin sunnudag

Fjöldahjálparstöðin í Egilsstaðaskóla verður opin frá kl. 8 sunnudaginn 20. desember og verður opin til kl. 21. Þar er boðið upp á morgunmat og hádegisverð.
Aurskriður á Seyðisfirði - rýming
19.12.20 Fréttir

Aurskriður á Seyðisfirði - rýming

Sprungur milli Búðarár og Nautaklaufar á Seyðisfirði voru skoðaðar í dag með flygildum. Veðurstofa Íslands fer yfir gögnin í kvöld og í fyrramálið. Vatnsþrýstingur hefur farið minnkandi í jarðvegi.
Seyðisfjörður
19.12.20 Fréttir

Staða mála á Seyðisfirði

Vinna er enn í gangi á Seyðisfirði við stöðumat innviða, á rafmagni, vatnsveitu, fráveitu og fleira. Þá er á vegum Veðurstofu verið að meta hættu á frekari skriðuföllum.
Aurskriður á Seyðisfirði - rýming
19.12.20 Fréttir

Aurskriður á Seyðisfirði - rýming

Fundur var í morgun haldinn með almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, aðgerðastjórn á Austurlandi ásamt Veðurstofunni vegna atburða á Seyðisfirði. Unnið er að stöðumati á innviðum eins og rafmagni, vatnsveitu, fráveitu og fleira. Þá er hættustig vegna aurskriða og neyðarstig almannavarna eftir atburði gærdagsins.
Getum við bætt efni þessarar síðu?