Fara í efni

Yfirlit frétta

Hertar sóttvarnaaðgerðir
24.03.21 Fréttir

Hertar sóttvarnaaðgerðir

Tíu COVID smit eru á Austurlandi, öll í skipi við bryggju á Reyðarfirði í Mjóeyrarhöfn. Aðgerðastjórn metur ekki yfirvofandi hættu af dreifingu smita frá skipinu.
Laus störf í Múlaþingi
24.03.21 Fréttir

Laus störf í Múlaþingi

Vakin er athygli á fjölmörgum og spennandi störfum í Múlaþingi. Múlaþing er nýtt sveitarfélag á Austurlandi með rúmlega 5000 íbúum. Nánar má lesa um störfin hér.
Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga - Residents' meeting for Seyðfjörður
23.03.21 Fréttir

Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga - Residents' meeting for Seyðfjörður

Stefnt er að því að halda íbúafund vegna Seyðisfjarðar þriðjudaginn 30. mars næst komandi klukkan 17:00. Fundurinn fer fram með sama hætti og fyrri fundir, það er fundinum verður streymt á heimasíðu Múlaþings og á facebook-síðu sveitarfélagsins. Dagskrá verður kynnt er nær dregur.
Námskeið í skráningu örnefna
22.03.21 Fréttir

Námskeið í skráningu örnefna

Starfsfólk Landmælinga Íslands heldur námskeið í staðsetningu örnefna, bæði í tölvu og á loftmyndir, á Egilsstöðum og í Végarði í Fljótsdal fimmtudaginn 25. mars. Staðkunnugir og áhugasamir um örnefnaskráningu á Héraði og einnig á Austurlandi öllu eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á bjarney@lmi.is. Þau sem hafa áhuga á að sækja námskeiðin í Hlymsdölum geta haft samband við Gyðu í síma 865 6622. Hámarksfjöldi á hvert námskeið eru 12 einstaklingar. Námskeiðið er ókeypis.
Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi
19.03.21 Fréttir

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi

Orðið hefur vart við hreyfingu á einum speglanna sem notaðir eru til þess að fylgjast með hreyfingu jarðlaga við upptök skriðunnar sem féll úr Botnabrún á Seyðisfirði þann 18. desember sl. milli Búðarár og Stöðvarlækjar. Spegill þessi er skammt ofan innanverðra skriðuupptakanna. Gera má ráð fyrir að það hrynji úr bröttu brotstáli stóru skriðunnar á næstu mánuðum meðan jarðlög þar leita nýs jafnvægis og er hreyfingin nú túlkuð sem hluti af þessu ferli. Fyrirséð var að þetta myndi gerast eins og fram hefur komið á íbúafundum. Ekki er gert ráð fyrir hættu í byggð af þessum völdum en hreyfingin er tilefni til þess að gæta sérstakrar varúðar við vinnu á skriðusvæðinu . Þykir og rétt að vara við ferðum gangandi í hlíðinni undir upptökum stóru skriðunnar í desember. Reistir hafa verið varnargarðar ofan íbúðarhúsa næst skriðusvæðinu sem draga úr hættu á því að frekari skriðuföll úr upptökum stóru skriðunnar skapi hættu í byggðinni. Rauntímavöktun Veðurstofu er á mælum í hlíðinni ofan Seyðisfjarðar.
Styrkir til endurhæfingar
17.03.21 Fréttir

Styrkir til endurhæfingar

Félagsþjónustur Múlaþings og Fjarðabyggðar vekja athygli á rétti fatlaðs fólks til að sækja um styrki til náms og til verkfæra- og tækjakaupa. Skv. lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir er heimilt að veita fötluðu fólki styrki eða fyrirgreiðslu vegna félagslegrar hæfingar og endurhæfingar sem hér segir: Styrki til verkfæra- og tækjakaupa eða aðra fyrirgreiðslu vegna heimavinnu eða sjálfstæðrar starfsemi að endurhæfingu lokinni. Styrki til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga.
Djúpivogur.
17.03.21 Fréttir

Skrifstofur Múlaþings lokaðar 18. mars

Vegna starfsdags starfsfólks á skrifstofum Múlaþings, fimmtudaginn 18. mars, verða skrifstofurnar á Borgarfirði, Djúpavogi, Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði lokaðar þennan dag. Vegna samkomutakmarkana af völdum Covid-19 hefur starfsfólk skrifstofanna ekki enn getað komið saman frá því að Múlaþing varð til. Starfsdagurinn er því kærkomið tækifæri til að bæta úr því, en honum verður varið í fræðslu og vinnu starfshópa. Skrifstofurnar verða aftur opnar á föstudaginn á hefðbundnum tíma.
Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi
17.03.21 Fréttir

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi

Aðgerðastjórn vekur athygli á að sóttvarnareglur verða meira og minna óbreyttar næstu þrjár vikur að minnsta kosti í samræmi við nýtt minnisblað sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra. Fermingar og páskar eru framundan og því mikil áskorun fyrir okkur öll að láta hvergi deigan síga í sóttvörnum, halda keik áfram og fylgja í hvívetna þeim reglum sem reynst hafa okkur svo vel til þessa.
Hugmyndarík ungmenni fengu kynningu á styrkjum
12.03.21 Fréttir

Hugmyndarík ungmenni fengu kynningu á styrkjum

„Svo margir möguleikar í boði“ „Það sem heillaði mig mest af því sem kynnt fyrir okkur var sennilega hvað þau eru að styrkja mikið af utanlandsferðum fyrir ungmenni,“ sagði Guðrún Lára Einarsdóttir, varaformaður Ungmennaráðs Múlaþings, eftir fundinn.
Stöðufundur vegna Seyðisfjarðar, hreinsunarstarf og fleira
12.03.21 Fréttir

Stöðufundur vegna Seyðisfjarðar, hreinsunarstarf og fleira

Stöðufundur var í gær, fimmtudag, með lögreglu, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, fulltrúum Múlaþings, Veðurstofu, fulltrúa heimastjórnar á Seyðisfirði og fleirum. Farið var að venju yfir gang hreinsunarstarfs, bráðabirgðahættumat og líkanreikninga, vöktunarmæla, rýmingarkort og fleira.
Getum við bætt efni þessarar síðu?