Fara í efni

Yfirlit frétta

Laura Tack með tveimur af verkum sínum. Ljósmynd Sigríður Heiðdal.
12.11.20 Fréttir

"I don't know how to human in theater of nature"

Laugardaginn 14. nóvember opnar sýningin "I don't know how to human in theater of nature" með listakonunni Laura Tack á efri hæð Sláturhússins. Þar sem að fjöldatakmarkanir eru í gildi vegna Covid -19 verður ekki um eiginlega opnun að ræða kl 14:00 heldur munum við taka á móti gestum frá kl 14-18. Einungis 10 manns geta verið inni á sýningunni í einu og því munum við bjóða upp á heitt kakó og meðlæti til að stytta fólki stundir fyrir utan Sláturhúsið. Listakonan verður sjálf á staðnum og leiðir gesti um sýninguna. Tveggja metra reglan er í fullu gildi og við mælumst til þess að gestir mæti með grímu.
Fjárhagsáætlun 2021 – 2024
11.11.20 Fréttir

Fjárhagsáætlun 2021 – 2024

Tillaga að fyrstu fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2021 ásamt 3ja ára áætlun fyrir 2022-2024 verður lögð fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn Múlaþings á fundi þann 11. nóvember 2020. Seinni umræða er áætluð þann 11. desember 2020. Var áætluninn afgreidd af byggðaráði þann 3. nóvember og vísað til fyrri umræðu.
Höldum áfram að gera þetta saman!
11.11.20 Fréttir

Höldum áfram að gera þetta saman!

Enginn er nú með virkt COVID smit á Austurlandi. Þó ástand sé gott í fjórðungnum eru sóttvarnareglur þess eðlis að þær geta verið íþyngjandi fyrir marga. Mikilvægt er þá að tapa ekki gleðinni og njóta þess að vera til. Ein leið til þess er að heyra reglulega í okkar nánustu og í öðrum þeim er kunna að eiga erfiða tíma. Skimum yfir sviðið hvert og eitt okkar og hjálpumst að við gleðja hvert annað. Höldum áfram að gera þetta saman.
Laus störf hjá Múlaþingi
06.11.20 Fréttir

Laus störf hjá Múlaþingi

Vakin er athygli á tveimur lausum störfum hjá Múlaþingi. Annars vegar er um að ræða verkefnisstjóra á umhverfis- og framkvæmdasviði og hins vegar leikskólafulltrúi á fjölskyldusviði.
Leikskólastarf óbreytt á mánudag
01.11.20 Fréttir

Leikskólastarf óbreytt á mánudag

Leikskólastarf í leikskólum Múlaþings verður með óbreyttum hætti mánudaginn 2. nóvember.
Starfsdagur í grunnskólum á mánudag
01.11.20 Fréttir

Starfsdagur í grunnskólum á mánudag

Þar sem ljóst er að hertar sóttvarnaraðgerðir hafa víðtæk áhrif á skipulag skólastarfs í grunnskólum hefur verið ákveðið að hafa starfsdag í grunnskólum Múlaþings til að gefa starfsfólki tækifæri til að bregðast við þeim aðstæðum sem fram undan eru
Múlaþing. Mynd Jón Halldór Guðmundsson.
30.10.20 Fréttir

Tilkynning frá Aðgerðarstjórn á Austurlandi

Tveir eru nú smitaðir á Austurlandi, báðir með svokallað landamærasmit. Þeir greindust við sýnatöku í Flugstöð Leifs Eiríkssonar við komu til landsins og hafa síðan verið í einangrun á heimili sínu á Austurlandi. Vel er fylgst með líðan þeirra og þörfum af hálfu Covid-deildar Landspítala og Heilbrigðisstofnunar Austurlands. (HSA). Enginn er í sóttkví vegna þessara smita og enginn grunur um önnur smit vegna þeirra. Einangrun varir meðan veikindin vara, en með öllum fyrirvörum má gera ráð fyrir að um hálfan mánuð sé að ræða í einangrun.
Hugmyndasamkeppni um byggðamerki fyrir Múlaþing
28.10.20 Fréttir

Hugmyndasamkeppni um byggðamerki fyrir Múlaþing

Á fundi byggðaráðs Múlaþings 27. október 2020 var samþykkt að efna til hugmyndasamkeppni um byggðamerki samkvæmt skilmálum reglugerðar og leiðbeininga Hugverkastofu. Múlaþing, er sveitarfélag sem til varð 4. október 2020 með sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Tákn byggðamerkisins skal hafa tilvísun í áberandi einkenni í náttúru sveitarfélagsins, sögu þess eða ímynd. Skilyrði er að merkið hafi skjaldarlögun og sé í samræmi við meginreglur skjaldarmerkjafræðinnar, sbr. 4. og 5. grein reglugerðar um byggðamerki nr. 112/1999. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um gerð og skráningu byggðamerkja má finna hjá Hugverkastofunni, eða á www.hugverk.is/byggdarmerki
Mynd fengin af vef.
26.10.20 Fréttir

Frá Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi hvetur alla þá sem hafa farið út fyrir fjórðunginn vegna vetrarfría í skólum eða af öðrum ástæðum að fylgjast vel með heilsufari og huga vel að einkennum veikinda eftir heimkomu. Gæta vel persónulegra sóttvarna og að halda sig heima ef einhver einkenni gera vart við sig eða minnsti grunur leikur á smiti. Hafa þá samband við heilsugæsluna eða síma 1700. Með árvekni að leiðarljósi drögum við úr líkum á því að smit berist inn í skóla, vinnustaði og meðal okkar nánustu.
Ljósmynd Ómar Bogason.
23.10.20 Fréttir

Dagar myrkurs á Austurlandi

Hátíðin Dagar myrkurs verður haldin á Austurlandi 28. október - 1. nóvember í tuttugasta og fyrsta skipti. Hátíðin er sameiginleg byggðahátíð allra íbúa á Austurlandi og hefur það að markmiði að hvetja til samveru. Í ár verður lögð áhersla á að nýta tæknina og brydda upp á alls konar nýjungum í ljósi breyttra aðstæðna í samfélaginu. Hátíðin hefur sterka tengingu við íslenska og keltneska siði frá fornri tíð.
Getum við bætt efni þessarar síðu?