Fara í efni

Yfirlit frétta

Mynd úr myndasafni Sfk.
12.12.20 Fréttir

Listagjöf um allt land

Listahátíð í Reykjavík, með stuðningi frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti, býður upp á aðra útgáfu af hinu vel heppnaða verkefni Listagjöf - að þessu sinni um land allt! Frá og með hádegi næstkomandi mánudag, 14. desember, mun almenningur getað pantað Listagjöf fyrir ástvini á sérhönnuðu vefsvæði listagjof.listahatid.is. Gjöfin er án endurgjalds en takmarkast við eina pöntun á mann. Listagjafirnar verða sem fyrr segir nú í boði um land allt. Allt að 750 gjafir verða í boði og verða þær afhentar helgina 19. - 20. desember.
Byggðarmerki fyrir Múlaþing ákveðið
11.12.20 Fréttir

Byggðarmerki fyrir Múlaþing ákveðið

„Merkið er nútímalegt og klassískt í senn. Það er sett fram í fjórskiptum skildi með sterkum, einföldum, táknrænum línum. Einn fjórðungur merkisins eru útlínur Múlakolls sem er fremsti hluti Þingmúla sem var einn helsti samkomu- og þingstaður Austfirðinga til forna og eru Múlasýslurnar nefndar eftir honum. Þar liggja og rætur nafns hins nýja sveitarfélags. Annar fjórðungur táknmálsins er eins konar framtíðartákn hins óborna, endurnýjunar og hringrásar. Horft er til dagsbrúnar frá Héraðsflóa og Borgarfirði eystri í áttina þaðan sem sólin rís. Þriðji fjórðungurinn er horn hreindýrsins sem tákna mikilfengleika og tign, greind og útsjónarsemi. Það undirstrikar sérstöðu svæðisins. Það fjórða eru svo tindarnir, útverðirnir, hinir tignarlegu fjallgarðar Austurlands, útlínur Búlandstinds, gætu allt eins verið með góðum vilja hinn heilagi Strandatindur. Þrátt fyrir skiptar skoðanir sem vörðuðu meira tilfinningar og smekk var nefndin ásátt um að hið útvalda merki gætum við öll staðið á bak við, og að það þjónaði tilgangi sínum á sterkan hátt. Það sýnir sameiningu og styrk.“
Ljósmynd: Jessica Auer
11.12.20 Fréttir

Menningarstyrkir Múlaþings

Byggðaráð Múlaþings auglýsir til umsóknar styrki til menningarstarfs með umsóknarfresti til og með 5. janúar 2021. Umsækjendur verða að tengjast Múlaþingi með búsetu, eða með því að viðburðurinn fari fram í Múlaþingi eða feli í sér kynningu á menningarstarfsemi Múlaþings.
Samþykkt fjárhagsáætlun 2021-2024
11.12.20 Fréttir

Samþykkt fjárhagsáætlun 2021-2024

Fjárhagsáætlun Múlaþings 2021-2024 var samþykkt af sveitarstjórn í seinni umræðu þann 9. desember síðastliðinn.
Fundur sveitarstjórnar í beinni útsendingu
08.12.20 Fréttir

Fundur sveitarstjórnar í beinni útsendingu

Fjórði fundur sveitarstjórnar Múlaþings verður haldinn í fjarfundi, 9. desember 2020 og hefst klukkan 14:00. Hægt er að fylgjast með fundinum á Youtube rás sveitarfélagsins hér.
Frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum vegna framleiðslu á laxi í Seyðisfirði
08.12.20 Fréttir

Frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum vegna framleiðslu á laxi í Seyðisfirði

Fiskeldi Austfjarða hf. hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna 10.000 tonna framleiðslu á laxi í Seyðisfirði. Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir.
Ljósmynd Jón Halldór Guðmundsson
07.12.20 Fréttir

Frá almannavarnarteyminu - ekkert virkt covid smit

Aðgerðastjórn bendir og á að í gegnum COVID mistrið megi nú glitta í fast land. Óvíst er þó hversu löng sigling er eftir. Þrautseigja og þolgæði okkar skipverja eru því ágæt einkunnarorð að styðjast við í þeirra stöðu. Því áréttar stjórnin hefðbundna möntru sína um að gæta að persónubundnum sóttvörnum, huga að fjarlægðarmörkum og grímunotkun, handþvotti og sprittun.
Fyrirlestur fyrir foreldra um líðan barna á tímum Covid-19
04.12.20 Fréttir

Fyrirlestur fyrir foreldra um líðan barna á tímum Covid-19

Foreldrar í Múlaþingi eru hvattir til þess að fylgjast með fyrirlestri og spjalli sem ber yfirskriftina „Foreldrahlutverkið og staða barna á tímum COVID-19“ miðvikudaginn 9. desember frá klukkan 14:00 til 15:00. Skráning á fyrirlesturinn fer fram hér. Áhersla verður lögð á líðan, orkudrykki og nikótínpúða en geta þátttakendur sent inn spurningar og tekið þátt í umræðunni. Fyrirlesturinn byggir á niðurstöðum úr tveimur könnunum sem lagðar voru fyrir á unglingastigi grunnskóla víða um land, þ.á.m á Héraði. Fyrri könnunin var lögð fyrir í febrúar síðast liðinn, fyrir Covid-19 faraldurinn, en sú seinni í október. Niðurstöðurnar gefa því nokkuð nákvæmar vísbendingar um áhrif faraldursins á unglingana.
Mynd frá vetrarlistahátíðinni List í ljósi á Seyðisfirði.
02.12.20 Fréttir

Laus störf

Vakin er athygli á lausum störfum hjá Múlaþingi. Múlaþing er nýtt sveitarfélag á Austurlandi sem varð til 4. október síðast liðinn með sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Íbúar eru rúmlega 5.000. Sveitarfélagið er landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins og nær yfir um 11 þúsund ferkílómetra. 
Tilkynning um ráðningu fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi
01.12.20 Fréttir

Tilkynning um ráðningu fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Eiður Ragnarsson hefur verið ráðinn fulltrúi sveitarstjóra á Djúpavogi. Um er að ræða 40% starf með fastri viðveru á mánudögum á skrifstofu Múlaþings á Djúpavogi. Fulltrúi sveitarstjóra er staðgengill sveitarstjóra og hefur umsjón með daglegum rekstri sveitarfélagsins á staðnum, í samráði við sveitarstjóra og yfirmenn viðkomandi sviða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?