Starfsfólk Landmælinga Íslands heldur námskeið í staðsetningu örnefna, bæði í tölvu og á loftmyndir, á Egilsstöðum og í Végarði í Fljótsdal fimmtudaginn 25. mars. Staðkunnugir og áhugasamir um örnefnaskráningu á Héraði og einnig á Austurlandi öllu eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á bjarney@lmi.is. Þau sem hafa áhuga á að sækja námskeiðin í Hlymsdölum geta haft samband við Gyðu í síma 865 6622. Hámarksfjöldi á hvert námskeið eru 12 einstaklingar. Námskeiðið er ókeypis.
Námskeiðin eru tvö í Hlymsdölum og hefst það fyrra kl. 9.30 og það seinna kl. 16.30 fyrir þá sem hentar frekar að mæta þá. Námskeiðið í Végarði hefst kl. 13.30.
Til greina kemur að halda námskeið á fleiri stöðum á Austurlandi og á öðrum degi ef þátttaka er nægileg.