Fara í efni

Yfirlit frétta

Ekkert nýtt smit hefur greinst á Austurlandi nýverið
07.04.21 Fréttir

Ekkert nýtt smit hefur greinst á Austurlandi nýverið

Ástandið í fjórðungi drekans telst því nokkuð gott þrátt fyrir allt. Öll teljast smitin til landamærasmita en ekki samfélags. Þau fundust í tíma og eru einangruð eins og hægt er. Hætta er því hverfandi á dreifingu þeirra.
Klippikort á móttökustöðvum Múlaþings
06.04.21 Fréttir

Klippikort á móttökustöðvum Múlaþings

Múlaþing kynnir breytt fyrirkomulag á móttökustöðvum sorps á Egilsstöðum og Djúpavogi frá og með 6. apríl, þar sem klippikort, eins og tíðkast hafa á Seyðisfirði, taka nú við af eldra fyrirkomulagi. Klippikortin, sem veita heimild til losunar á gjaldskyldum úrgangi, er hægt að nálgast á móttökustöðvum á Djúpavogi, Egilsstöðum og Seyðisfirði.
Tilkynning frá aðgerðastjórn
02.04.21 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn

Sextán smit eru sem fyrr skráð í fjórðungnum, öll landamærasmit. Þeir níu skipverjar súrálsskipsins sem liggur nú við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði og voru án Covid við komu skipsins til hafnar þann 20. mars síðastliðinn eru enn einkennalausir. Síðasta skimun hjá þeim var 29. mars síðastliðin og var eðlileg. Hinir smituðu um borð þykja heldur að braggast.
Tilkynning frá Atvinnu- og menningarsviði
31.03.21 Fréttir

Tilkynning frá Atvinnu- og menningarsviði

Áður auglýstri fundaröð frestað vegna samkomutakmarkana, sjá nýja dagskrá
Tilkynning frá aðgerðastjórn, COVID-19
29.03.21 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn, COVID-19

Tilkynning síðan í gær, sunnudag 28. mars. Fimm eru enn í einangrun á Austurlandi vegna landamærasmita. Einn tíu smitaðra skipverja um borð í súrálsskipi við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði var síðdegis í dag fluttur með sjúkraflugi á Landspítala. Tilefni flutningsins var viss versnun einkenna á þann hátt að samkvæmt áður gerðri áætlun þótti rétt að flytja hann til öryggis á sjúkrahús. Ástand annarra smitaðra um borð telst stöðugt.
Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga - Residents' meeting for Seyðfjörður
29.03.21 Fréttir

Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga - Residents' meeting for Seyðfjörður

Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga Haldinn á Facebook þann 30. mars 2021 klukkan 17:00 Tilgangur fundarins er að upplýsa íbúa Seyðisfjarðar um stöðu mála. Fundurinn fer fram í gegnum Facebooksíðu Múlaþings Íbúar geta sent inn spurningar fyrir fundinn á netfangið mulathing@mulathing.is
Múlaþing leysir þjónustumiðstöð Almannavarna af
26.03.21 Fréttir

Múlaþing leysir þjónustumiðstöð Almannavarna af

Frá og með deginum í dag, 26. mars 2021, lokar símanúmer og netfang þjónustumiðstöðvar Almannavarna sem var í Herðubreið. Ef fólk þarfnast upplýsinga vegna hamfaranna á Seyðisfirði í desember 2020 eða er með spurningar er bent á símanúmer Múlaþings, 4-700-700.
Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi
26.03.21 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi

Í stuttu máli erum við komin á fornar slóðir fyrri bylgna faraldursins með þeim ströngu reglum er þá giltu. Helstu breytingarnar lúta að óformlegum leiðbeiningum sóttvarnaryfirvalda varðandi ferðalög. Þó ekki sé beinlínis hvatt til þeirra utanhúss að þessu sinni þá er áherslan ekki heldur á ferðalag innanhúss líkt og var um síðustu páska. Þess í stað er lagt fyrir fífldjarfa ferðalanga sem hyggjast leggja í hann að fara þá ofurvarlega á ókunnum lendum. Í því felst að halda sínum ranni þétt að sér og öðrum frá, sem og að gæta að persónubundnum sóttvörnum; tveggja metra reglu, grímunotkun, handþvotti og sprittun snertiflata.
Mynd frá Djúpavogi. Búlandstindur í baksýn.
Ljósmyndari Andrés Skúlason.
25.03.21 Fréttir

Lokun sundlauga og íþróttahúsa

Því miður þarf að skella í lás í öllum íþróttamiðstöðvum og sundlaugum Múlaþings frá og með deginum í dag, 25. mars. Þetta er mjög miður enda páskarnir framundan og aukinn opnunartími og mikið stuð planað. En það þarf að taka því rólega í þrjár vikur og Múlaþing vonast svo til að geta boðið gesti velkomna að þeim tíma liðnum.
Áhrif hertra sóttvarna á skólastarf
24.03.21 Fréttir

Áhrif hertra sóttvarna á skólastarf

Áhrif hertra sóttvarna á leik- grunn- og tónlistarskóla í Múlaþingi
Getum við bætt efni þessarar síðu?