Fara í efni

Yfirlit frétta

Mynd fengin hjá lögreglunni.
17.12.20 Fréttir

Aurskriður á Seyðisfirði - hættustig

Um hálf tíuleytið í gærkvöldi kom lítil aurspýja niður á milli tveggja rýmdra húsa í lækjarfarvegi við Botnahlíð á Seyðisfirði. Hún hélst í farveginum að götunni en náði inn á og yfir götuna. Ekkert tjón sjáanlegt. Veðurspá gerir ráð fyrir aukinni úrkomu á Austurlandi með morgninum. Af þeim sökum telst ekki óhætt að fara inn á rýmingarsvæðið að sinni. Næstu tilkynningar er að vænta um klukkan hálf ellefu í birtingu. Frekari upplýsinga má og finna hjá vettvangsstjórn aðgerða í húsi björgunarsveitarinnar Ísólfs frá klukkan átta.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir grunnskóla og leikskóla við Einhleyping í Fellabæ
17.12.20 Fréttir

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir grunnskóla og leikskóla við Einhleyping í Fellabæ

Sveitarstjórn Múlaþings auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir grunnskóla og leikskóla í Fellabæ, skv. 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér svæði fyrir leikskóla vestan við Fellaskóla, færslu á mörkum skipulagssvæðisins til að rúma svæði fyrir leikskólann. Auknar heimildir eru fyrir viðbyggingu við grunnskólann, gerðar breytingar á skilmálum í greinargerð og bætt inn kafla um leikskólann. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Múlaþings, Lyngási 12 Egilsstöðum frá og með fimmtudeginum 17. desember nk. til mánudagsins 1. febrúar 2021. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Múlaþings á sama tíma.
Ljósmynd : Eva Jónudóttir
16.12.20 Fréttir

Aurskriður á Seyðisfirði - hættustig - rýming

Talsverð úrkoma er nú á Seyðisfirði og gert ráð fyrir að það ástand vari í nótt. Því er ekki talið óhætt að fara inn á rýmingarsvæðið í bítið líkt og heimilað var í morgun. Staðan verður endurmetin klukkan hálf ellefu í fyrramálið. Næstu tilkynningar er því að vænta um klukkan hálf tólf á morgun. Frekari upplýsingar má finna hjá vettvangsstjórn aðgerða í húsi björgunarsveitarinnar Ísólfs frá klukkan átta í fyrramálið.
Ljósmynd : Unnar Jósepsson.
16.12.20 Fréttir

Aurskriður á Seyðisfirði - tryggingar

Allar húseignir eru vátryggðar gegn beinu tjóni af völdum skriðufalla og einnig innbú og lausafé, ef það er brunatryggt. Skilgreining á skriðufalli er “þegar skriða úr fjalli eða hlíð fellur skyndilega á vátryggðar eignir með þeim afleiðingum að þær skemmast eða eyðileggjast”. Aurflóðin sem urðu á Seyðisfirði í gær 2020, teljast því til náttúruhamfara samkvæmt lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
Aurskriður á Seyðisfirði - hættustig - úrkomuspá
16.12.20 Fréttir

Aurskriður á Seyðisfirði - hættustig - úrkomuspá

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu má gera ráð fyrir talsverðri úrkomu frá klukkan 17 í dag á Austfjörðum og stendur fram á kvöld. Þá dregur aðeins úr henni fram til klukkan 17 á morgun þegar bætir í úrkomu að nýju. Appelsínugul úrkomuviðvörun Veðurstofu mun í gildi til klukkan níu í fyrramálið frá klukkan 17 í dag. Staðan þá endurskoðuð.
Aurskriður á Seyðisfirði - rýming húsa - hættustig
16.12.20 Fréttir

Aurskriður á Seyðisfirði - rýming húsa - hættustig

Samkvæmt veðurspá dagsins verður úrkomulítið á Seyðisfirði í dag en bætir svo í með kvöldinu og talsverðri rigningu spáð á morgun. Þeir íbúar sem hug hafa á að sækja nauðsynjar í hús sín á rýmingarsvæði, kanna ástand og eftir atvikum gera ráðstafanir, eru hvattir til að gefa sig fram við vettvangsstjórn í húsi björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Þar verða frekari upplýsingar veittar og aðstoð við að fara inn á rýmingarsvæðið.
Mynd Davíð Kristinsson.
16.12.20 Fréttir

Fréttatilkynning vegna aurflóða á Seyðisfirði

Heldur dró úr úrkomu og vatnsaga á Seyðisfirði í gærkvöldi og nótt. Síðasta aurskriðan sem vitað er um féll um klukkan tíu í gærkvöldi en eftir það virðist ástand hafa náð meira jafnvægi. Engar skriður hafa fallið í morgun eftir því sem best er vitað. Beðið er birtingar til að kanna betur aðstæður. Íbúar sem rýmt hafa hús sín og þurfa nauðsynjar eru hvattir til að leita í Sæból, hús björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Þar bíður aðstoð við að fara inn á svæðið auk nýjustu upplýsinga.
Tilkynning til Seyðfirðinga
15.12.20 Fréttir

Tilkynning til Seyðfirðinga

Upp úr klukkan átta í fyrramálið getur fólk komið í björgunarsveitarhúsið og fengið fylgd með björgunarsveit eða lögreglu heim til sín til að gera nauðsynlegar ráðstafanir og ná í nauðsynjar. Ekki er leyfi til að dvelja í húsunum. Almannaavarnir og veðurstofa munu taka stöðufund í fyrramálið og ákvörðun í framhaldi af honum. Von er á tilkynningu frá veðurstofu og Almannavörnum um klukkan 10:00 í fyrramálið. 
Múlaþing hvetur íbúa til að vera sýnileg í myrkrinu
15.12.20 Fréttir

Múlaþing hvetur íbúa til að vera sýnileg í myrkrinu

Getur skilið milli lífs og dauða. Endurskinsmerki virkar eins og blikkljós þegar lýst er á það. Þeim mun fyrr og betur sem ökumenn sjá gangandi og hjólandi vegfarendur þeim mun minni líkur eru á að slys verði. Það er staðreynd að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en annars og því getur notkun endurskinsmerkja skilið milli lífs og dauða.
Uppbygging íbúða á Seyðisfirði - óskað eftir byggingaraðilum
14.12.20 Fréttir

Uppbygging íbúða á Seyðisfirði - óskað eftir byggingaraðilum

Leigufélagið Bríet stefnir á uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum á Seyðisfirði og auglýsir því eftir byggingaraðilum til samstarfs. Byggingaraðili skal vera aðalverktaki og annast framkvæmd verkefnis í samráði við sveitarfélagið og Leigufélagið Bríeti. Gögn fyrir samstarfsaðila er hægt að nálgast með að senda tölvupóst á soffia@ briet.is og skal gögnum skilað fyrir mánudaginn 21. desember 2020. Við val á byggingaraðilum til samstarfs verður tekið tillit til reynslu aðila ásamt hagkvæmni og gæði lausna.
Getum við bætt efni þessarar síðu?