Múlaþing kynnir breytt fyrirkomulag á móttökustöðvum sorps á Egilsstöðum og Djúpavogi frá og með 6. apríl, þar sem klippikort, eins og tíðkast hafa á Seyðisfirði, taka nú við af eldra fyrirkomulagi.
Klippikortin, sem veita heimild til losunar á gjaldskyldum úrgangi, er hægt að nálgast á móttökustöðvum á Djúpavogi, Egilsstöðum og Seyðisfirði. Eitt klippikort verður skráð á hvert heimilisfang en nánari upplýsingar er að finna í bæklingi sem nálgast má hér.
Fyrirkomulag á Borgarfirði eystri verður óbreytt frá því sem hefur verið.