27.05.21
Fréttir
Sóttvarnareglur rýmkaðar en enn þarf að fara með gát
Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi kom saman þriðjudaginn 25. maí og sendi í kjölfarið frá sér eftirfarandi tilkynningu:
„Nýjar sóttvarnareglur tóku gildi í gær og voru rýmkaðar talsvert. Heimilt er nú allt að hundrað og fimmtíu einstaklingum að koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum.
Njótum þessa en förum engu að síður varlega enda það ítrekað sýnt sig að veiran er lítt fyrirsjáanleg. Gætum að okkar persónubundnu smitvörnum sem fyrr og sýnum sérstaka aðgát þar sem margir koma saman, svo sem á menningar- og íþróttaviðburðum. Þar mega enn fleiri koma saman eða þrjú hundruð gestir að uppfylltum skilyrðum.