Fyrir fundi sveitarstjórnar þann 18. maí síðast liðinn var samþykkt að sumarleyfi sveitarstjórnar verði frá fundi þess 9. júní 2021 og til og með 6. ágúst 2021. Byggðaráð mun fara með fullnaðarafgreiðsluheimild mála þann tíma, sbr. 32. gr. samþykkta um stjórn Múlaþings. Fyrsti fundur sveitarstjórnar að afloknu sumarleyfi verður haldinn 18. ágúst.
Fundir byggðaráðs verða með hefðbundnum hætti í júní, en gert er ráð fyrir að síðasti fundur þess fyrir sumarleyfi verði 6. júlí. Fyrsti fundur byggðaráðs eftir sumarleyfi verður 10. ágúst.
Á fundinum var jafnframt samþykkt að sumarlokun skrifstofa sveitarfélagsins verði:
Á Borgarfirði frá og með 1. júlí og til og með 30. júlí.
Á Djúpavogi frá og með 1. júlí og til og með 30. júlí.
Á Seyðisfirði frá og með 1. júlí og til og með 30. júlí.
Á Egilsstöðum frá og með 19. júlí og til og með 30. júlí.