Fara í efni

Yfirlit frétta

Styrkir til endurhæfingar
17.03.21 Fréttir

Styrkir til endurhæfingar

Félagsþjónustur Múlaþings og Fjarðabyggðar vekja athygli á rétti fatlaðs fólks til að sækja um styrki til náms og til verkfæra- og tækjakaupa. Skv. lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir er heimilt að veita fötluðu fólki styrki eða fyrirgreiðslu vegna félagslegrar hæfingar og endurhæfingar sem hér segir: Styrki til verkfæra- og tækjakaupa eða aðra fyrirgreiðslu vegna heimavinnu eða sjálfstæðrar starfsemi að endurhæfingu lokinni. Styrki til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga.
Djúpivogur.
17.03.21 Fréttir

Skrifstofur Múlaþings lokaðar 18. mars

Vegna starfsdags starfsfólks á skrifstofum Múlaþings, fimmtudaginn 18. mars, verða skrifstofurnar á Borgarfirði, Djúpavogi, Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði lokaðar þennan dag. Vegna samkomutakmarkana af völdum Covid-19 hefur starfsfólk skrifstofanna ekki enn getað komið saman frá því að Múlaþing varð til. Starfsdagurinn er því kærkomið tækifæri til að bæta úr því, en honum verður varið í fræðslu og vinnu starfshópa. Skrifstofurnar verða aftur opnar á föstudaginn á hefðbundnum tíma.
Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi
17.03.21 Fréttir

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi

Aðgerðastjórn vekur athygli á að sóttvarnareglur verða meira og minna óbreyttar næstu þrjár vikur að minnsta kosti í samræmi við nýtt minnisblað sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra. Fermingar og páskar eru framundan og því mikil áskorun fyrir okkur öll að láta hvergi deigan síga í sóttvörnum, halda keik áfram og fylgja í hvívetna þeim reglum sem reynst hafa okkur svo vel til þessa.
Hugmyndarík ungmenni fengu kynningu á styrkjum
12.03.21 Fréttir

Hugmyndarík ungmenni fengu kynningu á styrkjum

„Svo margir möguleikar í boði“ „Það sem heillaði mig mest af því sem kynnt fyrir okkur var sennilega hvað þau eru að styrkja mikið af utanlandsferðum fyrir ungmenni,“ sagði Guðrún Lára Einarsdóttir, varaformaður Ungmennaráðs Múlaþings, eftir fundinn.
Stöðufundur vegna Seyðisfjarðar, hreinsunarstarf og fleira
12.03.21 Fréttir

Stöðufundur vegna Seyðisfjarðar, hreinsunarstarf og fleira

Stöðufundur var í gær, fimmtudag, með lögreglu, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, fulltrúum Múlaþings, Veðurstofu, fulltrúa heimastjórnar á Seyðisfirði og fleirum. Farið var að venju yfir gang hreinsunarstarfs, bráðabirgðahættumat og líkanreikninga, vöktunarmæla, rýmingarkort og fleira.
Ertu búinn að sækja um íþrótta- og tómstundastyrk?
12.03.21 Fréttir

Ertu búinn að sækja um íþrótta- og tómstundastyrk?

Nú fer hver að verða síðastur til að sækja um styrki til íþrótta- og tómstundastarfs með umsóknarfrest til og með 15. mars 2021. Múlaþing veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til íþrótta- og tómstundatengdra verkefna. Umsækjendur um styrk verða að tengjast Múlaþingi með búsetu, eða með því að viðburðurinn fari fram í Múlaþingi eða feli í sér kynningu á íþrótta- og tómstundastarfi í Múlaþingi. Afgreiðsla styrkumsókna mun liggja fyrir í apríl 2021. Styrkir eru einungis greiddir út á því ári sem þeir eru veittir og færast ekki á milli ára nema sérstaklega sé um það samið.
Á myndinni eru Jóna Árný fh. Austurbrúar, Sigurður Ingi ráðherra og Björn Ingimarsson sveitarstjóri …
12.03.21 Fréttir

Samkomulag um 215 milljónir króna til uppbyggingar atvinnulífs á Seyðisfirði

Markmið verkefnisins er að aðstoða við að leiða til lykta þau stóru óvissumál sem við blasa og jafnframt að bjóða einyrkjum og minni fyrirtækjum uppá rekstrarráðgjöf og styðja við nýsköpun og þróun atvinnutækifæra á Seyðisfirði. Lögð er áhersla á að virkja frumkvæði íbúa og annarra haghafa sem tengjast byggðarlaginu. Meðal annars og ekki síst er verkefninu ætlað að hvetja íbúa og fyrirtæki til að nýta sér kosti þess stoðkerfis sem rekið er af hálfu ríkis og sveitarfélaga.
Hópfjármögnun Tækniminjasafns Austurlands á Karolina fund eftir aurskriðuna stóru á Seyðisfirði 18. …
11.03.21 Fréttir

Hópfjármögnun Tækniminjasafns Austurlands á Karolina fund eftir aurskriðuna stóru á Seyðisfirði 18. desember 2020

Eyðileggingin sem safnið stendur frammi fyrir er gríðarleg. Skriðan gjöreyðilagði þrjú húsa þess auk þess sem aðrar fasteignir og safnasvæðið sjálft urðu fyrir umtalsverðum skemmdum og með öllu óvíst hvort að hægt verði að nýta það áfram undir safnastarf. Þá varð stór hluti safnkostsins, hjarta og undirstaða hvers safns, fyrir skriðunni.
Trjágróður á lóðamörkum
10.03.21 Fréttir

Trjágróður á lóðamörkum

Nokkuð er um að gróður á lóðum í sveitarfélaginu vaxi út fyrir lóðamörk og hindri þar umferð, skyggi á umferðar­merki, byrgi götulýsingu eða sé vegfarendum og nágrönnum á annan hátt til ama. Íbúar Múlaþings eru hvattir til að halda gróðri á lóðum sínum innan lóðamarka og gæta þess sérstaklega að hann hamli ekki umferð eða trufli nágranna á annan hátt.
Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi vegna Covid
10.03.21 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi vegna Covid

Í tilkynningu frá fundi aðgerðastjórnar almannavarna, sem haldinn var í gær, kemur fram að ekkert virkt COVID smit er greint á Austurlandi. Þar segir einnig: „Ný smit sem greinst hafa á landinu sýna að við erum enn ekki komin fyrir vind. Aðgerðastjórn hvetur því alla til að gefa hvergi eftir í sínum persónubundnu smitvörnum, muna tveggja metra regluna, grímunotkun þar sem hún er skylda og að gleyma ekki handþvotti og sprittnotkun.
Getum við bætt efni þessarar síðu?