Endurskoðun á gildandi deiliskipulagi fyrir Miðbæ Egilsstaða, sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 1. febrúar 2006 með síðari breytingum og er unnið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 41. gr. Skipulaglaga nr. 123/2010, tók gildi 14. júlí síðastliðinn.
Með nýju deiliskipulagi er verið að beina áframhaldandi þróun og uppbyggingu miðbæjarins í átt að vistvænna skipulagi í samræmi við 5. mgr. 12. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Það er gert með því að reyna að lágmarka neikvæð áhrif byggðar á umhverfið í anda sjálfbærrar þróunar. Miðbærinn verði það aðdráttarafl og umgjörð sem þarf til að laða að fleiri íbúa, fyrirtæki og gesti. Gert er ráð fyrir fjölgun íbúða í bland við verslun og þjónustu til að skapa lifandi götumynd og mannlíf í miðbænum.
Skipulagsgögn eru á formi greinagerðar og uppdráttar auk skýringaruppdráttar.
Fyrirkomulag við auglýsingu og úthlutun lóða verður kynnt sérstaklega síðar.