Fara í efni

Yfirlit frétta

Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga - Residents' meeting for Seyðfjörður
29.03.21 Fréttir

Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga - Residents' meeting for Seyðfjörður

Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga Haldinn á Facebook þann 30. mars 2021 klukkan 17:00 Tilgangur fundarins er að upplýsa íbúa Seyðisfjarðar um stöðu mála. Fundurinn fer fram í gegnum Facebooksíðu Múlaþings Íbúar geta sent inn spurningar fyrir fundinn á netfangið mulathing@mulathing.is
Múlaþing leysir þjónustumiðstöð Almannavarna af
26.03.21 Fréttir

Múlaþing leysir þjónustumiðstöð Almannavarna af

Frá og með deginum í dag, 26. mars 2021, lokar símanúmer og netfang þjónustumiðstöðvar Almannavarna sem var í Herðubreið. Ef fólk þarfnast upplýsinga vegna hamfaranna á Seyðisfirði í desember 2020 eða er með spurningar er bent á símanúmer Múlaþings, 4-700-700.
Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi
26.03.21 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi

Í stuttu máli erum við komin á fornar slóðir fyrri bylgna faraldursins með þeim ströngu reglum er þá giltu. Helstu breytingarnar lúta að óformlegum leiðbeiningum sóttvarnaryfirvalda varðandi ferðalög. Þó ekki sé beinlínis hvatt til þeirra utanhúss að þessu sinni þá er áherslan ekki heldur á ferðalag innanhúss líkt og var um síðustu páska. Þess í stað er lagt fyrir fífldjarfa ferðalanga sem hyggjast leggja í hann að fara þá ofurvarlega á ókunnum lendum. Í því felst að halda sínum ranni þétt að sér og öðrum frá, sem og að gæta að persónubundnum sóttvörnum; tveggja metra reglu, grímunotkun, handþvotti og sprittun snertiflata.
Mynd frá Djúpavogi. Búlandstindur í baksýn.
Ljósmyndari Andrés Skúlason.
25.03.21 Fréttir

Lokun sundlauga og íþróttahúsa

Því miður þarf að skella í lás í öllum íþróttamiðstöðvum og sundlaugum Múlaþings frá og með deginum í dag, 25. mars. Þetta er mjög miður enda páskarnir framundan og aukinn opnunartími og mikið stuð planað. En það þarf að taka því rólega í þrjár vikur og Múlaþing vonast svo til að geta boðið gesti velkomna að þeim tíma liðnum.
Áhrif hertra sóttvarna á skólastarf
24.03.21 Fréttir

Áhrif hertra sóttvarna á skólastarf

Áhrif hertra sóttvarna á leik- grunn- og tónlistarskóla í Múlaþingi
Hertar sóttvarnaaðgerðir
24.03.21 Fréttir

Hertar sóttvarnaaðgerðir

Tíu COVID smit eru á Austurlandi, öll í skipi við bryggju á Reyðarfirði í Mjóeyrarhöfn. Aðgerðastjórn metur ekki yfirvofandi hættu af dreifingu smita frá skipinu.
Laus störf í Múlaþingi
24.03.21 Fréttir

Laus störf í Múlaþingi

Vakin er athygli á fjölmörgum og spennandi störfum í Múlaþingi. Múlaþing er nýtt sveitarfélag á Austurlandi með rúmlega 5000 íbúum. Nánar má lesa um störfin hér.
Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga - Residents' meeting for Seyðfjörður
23.03.21 Fréttir

Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga - Residents' meeting for Seyðfjörður

Stefnt er að því að halda íbúafund vegna Seyðisfjarðar þriðjudaginn 30. mars næst komandi klukkan 17:00. Fundurinn fer fram með sama hætti og fyrri fundir, það er fundinum verður streymt á heimasíðu Múlaþings og á facebook-síðu sveitarfélagsins. Dagskrá verður kynnt er nær dregur.
Námskeið í skráningu örnefna
22.03.21 Fréttir

Námskeið í skráningu örnefna

Starfsfólk Landmælinga Íslands heldur námskeið í staðsetningu örnefna, bæði í tölvu og á loftmyndir, á Egilsstöðum og í Végarði í Fljótsdal fimmtudaginn 25. mars. Staðkunnugir og áhugasamir um örnefnaskráningu á Héraði og einnig á Austurlandi öllu eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á bjarney@lmi.is. Þau sem hafa áhuga á að sækja námskeiðin í Hlymsdölum geta haft samband við Gyðu í síma 865 6622. Hámarksfjöldi á hvert námskeið eru 12 einstaklingar. Námskeiðið er ókeypis.
Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi
19.03.21 Fréttir

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi

Orðið hefur vart við hreyfingu á einum speglanna sem notaðir eru til þess að fylgjast með hreyfingu jarðlaga við upptök skriðunnar sem féll úr Botnabrún á Seyðisfirði þann 18. desember sl. milli Búðarár og Stöðvarlækjar. Spegill þessi er skammt ofan innanverðra skriðuupptakanna. Gera má ráð fyrir að það hrynji úr bröttu brotstáli stóru skriðunnar á næstu mánuðum meðan jarðlög þar leita nýs jafnvægis og er hreyfingin nú túlkuð sem hluti af þessu ferli. Fyrirséð var að þetta myndi gerast eins og fram hefur komið á íbúafundum. Ekki er gert ráð fyrir hættu í byggð af þessum völdum en hreyfingin er tilefni til þess að gæta sérstakrar varúðar við vinnu á skriðusvæðinu . Þykir og rétt að vara við ferðum gangandi í hlíðinni undir upptökum stóru skriðunnar í desember. Reistir hafa verið varnargarðar ofan íbúðarhúsa næst skriðusvæðinu sem draga úr hættu á því að frekari skriðuföll úr upptökum stóru skriðunnar skapi hættu í byggðinni. Rauntímavöktun Veðurstofu er á mælum í hlíðinni ofan Seyðisfjarðar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?