Fara í efni

Yfirlit frétta

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
20.08.21 Fréttir

Rb-blöð aðgengileg á netinu

Útgáfa Rb-blaðanna hefur færst frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands yfir til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Hingað til hafa flest blöðin einungis verið aðgengileg í áskrift en HMS hefur opnað fyrir aðgengi að þeim öllum og nú er hægt að nálgast eldri útgáfur á heimasíðu HMS.
Ráðning garðyrkjustjóra í Múlaþingi
20.08.21 Fréttir

Ráðning garðyrkjustjóra í Múlaþingi

Starf Garðyrkjustjóra Múlaþings var auglýst í byrjun júlí og rann umsóknarfrestur út 5. ágúst síðast liðinn. Fjórar umsóknir bárust. Ákveðið hefur verið að ráða Jón Kristófer Arnarson garðyrkjufræðing í starfið. Jón er Austfirðingum kunnur en hann bjó og starfaði um árabil á Austurlandi.
Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, COVID-19
20.08.21 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, COVID-19

Á Austurlandi eru nú 7 í einangrun og 58 í sóttkví. Töluverður fjöldi er í sóttkví og verður það áfram þar til seinni sýnatakan fer fram. Vonir standa til að tekist hafi að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita.
Hluti skipulagsuppdráttar
19.08.21 Fréttir

Aðalskipulagsbreyting, Fjarðarheiðargöng við Seyðisfjörð

Sveitarstjórn Múlaþings auglýsir kynningu á skipulags- og matslýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 í tengslum við Fjarðarheiðargöng. Kynntar verða breytingar á þéttbýlisuppdrætti og greinagerð skipulagsins og er kynningin haldin samkvæmt ákv. í gr. 4.2.4 í skipulagsreglugerð.
Frá aðgerðastjórn
18.08.21 Fréttir

Frá aðgerðastjórn

Í gær greindist kórónuveirusmit sem hefur tengsl við leikskólann á Seyðisfirði og var töluverður fjöldi settur í sóttkví. Í samráði við leikskólann og smitrakningateymið var börnum, foreldrum og starfsfólki á leikskólanum boðið í skimun í dag. Niðurstöður úr þeirri skimun ættu að liggja fyrir upp úr hádegi á morgun. Aðgerðastjórn mun senda út aðra tilkynningu þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.
14. fundur Sveitarstjórnar Múlaþings - beint streymi hér
18.08.21 Fréttir

14. fundur Sveitarstjórnar Múlaþings - beint streymi hér

Verður haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum, 18. ágúst 2021 og hefst klukkan 14:00.
Framkvæmdir á fullu
17.08.21 Fréttir

Framkvæmdafréttir frá Borgarfirði eystri

Framkvæmdagleðin hefur verið ríkjandi á Borgarfirði eystri í sumar og eru enn fleiri verkefni í farvatninu.
Frá aðgerðastjórn almannavarna
17.08.21 Fréttir

Frá aðgerðastjórn almannavarna

Í morgun kom upp kórónuveirusmit sem hefur tengsl við leikskólann á Seyðisfirði. Smitrakning stendur yfir og er viðbúið að töluverður fjöldi verði settur í sóttkví. Ákveðið var að bjóða upp á skimun á Seyðisfirði á morgun í tengslum við smitrakninguna, þeir aðilar sem skimun nær til verða látnir vita.
Auglýsing um framkvæmd innan verndarsvæðis í byggð
13.08.21 Fréttir

Auglýsing um framkvæmd innan verndarsvæðis í byggð

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings hefur falið skipulagsfulltrúa að auglýsa fyrirhugaða framkvæmd í samræmi við ákvæði 4. mgr. 6. gr. laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð.
Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna
11.08.21 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna

Ekki varð fjölgun á kórónuveirusmitum á Austurlandi eftir nýliðna helgi. Þá voru nokkrir sem hafa lokið sinni einangrun og það skýrir fækkun á tölum hjá covid.is. Við þurfum þó áfram að vera á varðbergi, huga vel að persónubundnum sóttvörnum, gæta að okkur í margmenni og fara í sýnatöku ef við finnum fyrir einkennum.
Getum við bætt efni þessarar síðu?