Smiðjuhátíð Tækniminjasafnsins verður haldin dagana 21. til 24. júlí. Að þessu sinni verður hátíðin haldin í og í kringum Herðubreið. Í boði verða námskeið fyrir börn og fullorðna, kvikmyndasýningar, tónleikar og að sjálfsögðu kótiletturnar margfrægu.
DAGSKRÁ:
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ
- Gosdrykkjanámskeið fyrir börn frá 10-12 og 13-15
FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ
- Bakarísnámskeið í boði Herðubrauðs fyrir börn frá 10-12 og 13-15
- "Pínulitla Gula hænan" kl. 17:30 í skrúðgarðinum hjá Bláu kirkjunni - í boði Múlaþings. Ókeypis inn
- Sýning á heimildarmyndinni "Seyðisfjörður kallar upp" kl.20 í Herðubíó"
FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ
- Teiknað og prentað - prentnámskeið fyrir börn frá kl. 10-12
- Opin prentvinnustofa í Herðubreið kl. 13-16 fyrir alla.
Kíkið við og prufið þá tækni sem í boði er.
- Ljósmyndanámskeið fyrir 16 ára og eldri
Á þessu námskeiði munu nemendur læra og kynnast 19. aldar ljósmyndun og aðferðum. Skráning á namskeið2021@gmail.com
- Sýning á heimildarmyndinni "Seyðisfjörður kallar upp" kl. 20 í Herðubíó
LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ
- Sýning á afurðum námskeiðanna í Herðubreið kl. 15. Allir velkomnir. Gos - Bakarí - Prent veggur
Framtíð safnsins? Hverjar eru ykkar hugmyndir?
- Kótilettukvöld úti í tjaldi við Lónið hjá Hótel Snæfell kl. 19-21.
Huggleg stemmning. Engin áfengissala.
- Tónleikar með KK um kvöldið inn í Herðubreið kl. 21. Barinn opinn.
SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ
- prentverk sem unnin voru á námskeiðunum verða afhent án endurgjalds kl. 14-16.