Fara í efni

Yfirlit frétta

Leikskólastarf í Múlaþingi
13.04.21 Fréttir

Leikskólastarf í Múlaþingi

Leikskólakerfið Vala Nú hafa leikskólarnir í Múlaþingi, allir nema leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla, byrjað að nota nýtt leikskólakerfi sem heitir Vala. Leikskólakerfi Völu auðveldar og einfaldar alla umsýslu varðandi leikskólann fyrir foreldra, stjórnendur, starfsfólk og sveitarfélagið. Vala býður upp á vefumhverfi og öpp hvort sem er fyrir starfsfólk eða foreldra.
Herðubíó.
12.04.21 Fréttir

Verðlaunahátíð ungra áhorfenda - Herðubreið, Seyðisfirði

Verðlaunahátíð ungra áhorfenda fer fram 25. apríl í herðubreið, Seyðisfirði Evrópska kvikmynda akademían , Kvikmyndamiðstöð Íslands, MM/Sláturhús og Herðubreið Bíó bjóða öllum börnum á aldrinum 12 – 14 ára að taka þátt í kvikmyndahátíð sem meðlimir í dómnefnd. Kvikmyndahátíðin nefnist Verðlaunahátíð ungra áhorfenda (e. Young Audience Award) og er haldin samtímis víðsvegar um Evrópu eða hátt í 40 löndum þann 25. apríl.
Í beinni núna - 10. fundur Sveitarstjórnar Múlaþings 14. apríl
12.04.21 Fréttir

Í beinni núna - 10. fundur Sveitarstjórnar Múlaþings 14. apríl

10. fundur Sveitarstjórnar Múlaþings verður haldinn í fjarfundi miðvikudaginn 14. apríl 2021 og hefst klukkan 14:00. Lesa meira fyrir dagskrá fundarins.
Eyrarrósin auglýsir eftir umsóknum
09.04.21 Fréttir

Eyrarrósin auglýsir eftir umsóknum

Allt frá árinu 2005 hafa Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Icelandair (áður Flugfélag Íslands) staðið saman að Eyrarrósinni; viðurkenningu sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrirkomulag viðurkenningarinnar hefur verið með svipuðu sniði allt frá upphafi, en við endurnýjun samstarfssamnings í ár var ákveðið að endurskoða skipulagið með það í huga að styrkja Eyrarrósina enn frekar sem raunverulegan bakhjarl lista- og menningarlífs utan höfuðborgarsvæðisins. Samráð var haft við menningarfulltrúa á landsbyggðinni í því ferli.
Borgarfjörður úhlutun leiguíbúða
07.04.21 Fréttir

Borgarfjörður úhlutun leiguíbúða

Sveitarfélagið Múlaþing auglýsir til leigu íbúðarhúsnæði á Borgarfirði. Um er að ræða íbúð í nýbyggðu parhúsi að Lækjarbrún.  Heimastjórn Borgarfjarðar mun útdeila íbúðinni í samræmi við reglur sveitarfélagsins. Umsækjendum íbúða er bent á að skattframtal síðasta árs þarf að fylgja umsókn. Athugið! Umsóknir berist í tölvupósti á jon.thordarson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppstofu, 720 Borgarfirði eystra, ekki í gegnum þjónustugátt.
Ekkert nýtt smit hefur greinst á Austurlandi nýverið
07.04.21 Fréttir

Ekkert nýtt smit hefur greinst á Austurlandi nýverið

Ástandið í fjórðungi drekans telst því nokkuð gott þrátt fyrir allt. Öll teljast smitin til landamærasmita en ekki samfélags. Þau fundust í tíma og eru einangruð eins og hægt er. Hætta er því hverfandi á dreifingu þeirra.
Klippikort á móttökustöðvum Múlaþings
06.04.21 Fréttir

Klippikort á móttökustöðvum Múlaþings

Múlaþing kynnir breytt fyrirkomulag á móttökustöðvum sorps á Egilsstöðum og Djúpavogi frá og með 6. apríl, þar sem klippikort, eins og tíðkast hafa á Seyðisfirði, taka nú við af eldra fyrirkomulagi. Klippikortin, sem veita heimild til losunar á gjaldskyldum úrgangi, er hægt að nálgast á móttökustöðvum á Djúpavogi, Egilsstöðum og Seyðisfirði.
Tilkynning frá aðgerðastjórn
02.04.21 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn

Sextán smit eru sem fyrr skráð í fjórðungnum, öll landamærasmit. Þeir níu skipverjar súrálsskipsins sem liggur nú við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði og voru án Covid við komu skipsins til hafnar þann 20. mars síðastliðinn eru enn einkennalausir. Síðasta skimun hjá þeim var 29. mars síðastliðin og var eðlileg. Hinir smituðu um borð þykja heldur að braggast.
Tilkynning frá Atvinnu- og menningarsviði
31.03.21 Fréttir

Tilkynning frá Atvinnu- og menningarsviði

Áður auglýstri fundaröð frestað vegna samkomutakmarkana, sjá nýja dagskrá
Tilkynning frá aðgerðastjórn, COVID-19
29.03.21 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn, COVID-19

Tilkynning síðan í gær, sunnudag 28. mars. Fimm eru enn í einangrun á Austurlandi vegna landamærasmita. Einn tíu smitaðra skipverja um borð í súrálsskipi við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði var síðdegis í dag fluttur með sjúkraflugi á Landspítala. Tilefni flutningsins var viss versnun einkenna á þann hátt að samkvæmt áður gerðri áætlun þótti rétt að flytja hann til öryggis á sjúkrahús. Ástand annarra smitaðra um borð telst stöðugt.
Getum við bætt efni þessarar síðu?