Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

127. fundur 23. september 2024 kl. 10:00 - 14:40 á skrifstofu sveitarfélagsins, Djúpavogi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri

1.Deiliskipulagsbreyting, Davíðsstaðir, Breyting á frístundalóðum

Málsnúmer 202404121Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga til breytinga á deiliskipulagi Davíðsstaða í Eiðaþinghá ásamt erindi frá skipulagsráðgjafa þar sem lagður er fram rökstuðningur fyrir því að málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Davíðsstaða í Eiðaþinghá í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt samþykkir ráðið, með vísan til gr. 5.9.3. í skipulagsreglugerð, að fallið verði frá grenndarkynningu breytinganna.

Samþykkt samhljóða

2.Deiliskipulag, Hafrafell Merkjadalur

Málsnúmer 202103163Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur enn á ný erindi frá málsaðila þar sem óskað er eftir því að ráðið endurskoði fyrri afstöðu sína um staðsetningu vegtengingar að nýrri frístundabyggð í landi Hafrafells 1 (L156999). Samkvæmt fyrirliggjandi erindi fæst ekki heimild frá landeiganda Hafrafells 2 (L222001) fyrir þeirri vegtengingu sem Vegagerðin hefur mælt með.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir deiliskipulagið sem lagt var fram á 110. fundi ráðsins þann 4. mars síðastliðinn. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir vegtenginguna sem þar er lögð fram í samræmi við deiliskipulagstillöguna með því skilyrði að skering verði gerð í Selhöfðann til að bæta vegsýn. Umhverfis- og framkvæmdaráð fer jafnframt fram á það við Vegagerðina að farið verði í aðgerðir til að bæta umferðaröryggi á svæðinu t.d. með óbrotinni línu, lækkun umferðarhraða og svo frv.

Samþykkt samhljóða

3.Umsókn um framkvæmdaleyfi, lagnir, Gestreiðastaðaháls

Málsnúmer 202408097Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Neyðarlínunni ofh. í tengslum við lagnaframkvæmdir frá smávirkjun í Langadalsá að fjarskiptamastri á Gestreiðarstaðahnjúk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fyrirhuguð áform eru í samræmi við stefnu Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem og deiliskipulag smávirkjunar við Gestreiðarstaðaháls. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

Samþykkt samhljóða

4.Umsókn um stofnun lóðar, Djúpivogur, Vogaland 16

Málsnúmer 202407003Vakta málsnúmer

Fyrir liggja athugasemdir sem bárust við grenndarkynningu vegna umsóknar RARIK um lóð fyrir spennistöð við Vogaland 16 á Djúpavogi, en frestur rann út þann 20. september sl.

5.Umsókn um byggingarleyfi, Austurvegur 24, 710,

Málsnúmer 202404295Vakta málsnúmer

Fyrir liggja athugasemdir sem bárust við grenndarkynningu vegna fyrirhugaðra byggingaráforma við Austurveg 24 á Seyðisfirði, en frestur rann út þann 19. september sl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur fjallað um fyrirliggjandi athugasemdir og bendir á að fyrirhuguð áform eru í samræmi ákvæði byggingarreglugerðar um fjarlægð milli húsa auk þess að vera ekki til þess fallin að mynda skuggavarp á dvalarsvæði aðliggjandi húsa.
Ráðið metur sem svo að innkomnar athugasemdir gefi ekki tilefni til frekari breytinga á fyrirhuguðum áformum og vísar afgreiðslu málsins til byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða
Fundarhlé kl. 12:00
Fundur kom saman að nýju kl. 13:00

6.Samtal við heimastjórnir

Málsnúmer 202405026Vakta málsnúmer

Til fundar komu fulltrúar heimastjórnar Djúpavogs auk fulltrúa sveitarstjóra. Farið var yfir stöðu helstu mála í byggðakjarnanum.

Fundi slitið - kl. 14:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?