Fara í efni

Römpum upp Múlaþing

Málsnúmer 202209237

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 65. fundur - 03.10.2022

Verkefnastjóri framkvæmdamála og aðgengisfulltrúi Múlaþings kynntu verkefnið Römpum upp Ísland og fylgdu eftir erindi frá forsvarsfólki þess. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu og að gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlun.
Ráðið felur verkefnastjóra framkvæmdamála og aðgengisfulltrúa að vinna málið áfram með samráðshópi um málefni fatlaðs fólks og felur hópnum að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í verkefninu og tilnefna staði sem uppfylla skilyrði til þátttöku.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Kjartan Róbertsson - mæting: 10:00
  • Fanney Sigurðardóttir - mæting: 10:00
Getum við bætt efni þessarar síðu?