Fara í efni

Nýr smábátarampur á Djúpavogi

Málsnúmer 202208029

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 28. fundur - 11.08.2022

Heimastjórn telur brýna þörf á því að bæta bæði aðstöðu við Djúpavogin með auknu rými fyrir akandi og gangandi umferð og að aðstaða til landtöku smábáta verði bætt.

Tækifæri sé til að framkvæma þessar breytingar með litlum tilkostnaði í tengslum við núverandi endurbætur á Djúpavogshöfn.

Heimastjórn beinir því til Umhverfis- og framkvæmdaráðs og hafnastjóra að gert verði ráð fyrir þessum framkvæmdum í fjárhagsáætlun næsta árs og að framkvæmdir klárist fyrir sumarið 2023.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 65. fundur - 03.10.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun frá 28. fundi heimastjórnar Djúpavogs þar sem því er beint til umhverfis- og framkvæmdaráðs að gera ráð fyrir framkvæmdum við smábátaramp á Djúpavogi í fjárhagsáætlun næsta árs. Brýn þörf er talin á því að bæta aðstöðu við Djúpavoginn með auknu rými fyrir akandi og gangandi umferð og jafnframt bæta aðstöðu til landtöku smábáta.
Hafnastjóri og staðgengill hafnastjóra sátu fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa erindinu til hafnastjóra Múlaþings til frekari vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Gauti Jóhannesson
  • Björn Ingimarsson
Getum við bætt efni þessarar síðu?